fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Saga úr kreppunni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. mars 2009 16:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sendi mér þetta bréf.

— — —

Sæl/Sæll

Langar að segja ykkur aðeins sögu okkar hjóna.
Við upphaf kreppunnar var um 1 ár síðan við keyptum íbúðina okkar, við vorum einnig með aðrar skuldir en þetta hafðist alveg.
Þegar bankarnir hrynja, þá hrapar maðurinn minn í launum um næstum 2/3.
Ég held sömu launum en það þýðir samt það að við getum ekki staðið í skilum.
Núna þessum mánuðum seinna vorum við á fundi bankastjóra útibús bankans okkar, hann var búinn að vera að stúdera stöðuna okkar og vildi hitta okkur áður en hann sendi allt í milli innheimtu og svo þaðan áfram gjaldþrotaleiðina.

Þar sem maðurinn minn hafði lækkað svo mikið í launum þá var ekki hægt að halda þessu áfram,  bankastjórinn var búinn að setja upp plan, í því var meðal annars að við tækjum út lífeyrissjóðinn okkar upp í skuldir, sem mundi nú duga mjög skammt.

Það sem meðal annars fór okkar á milli….

ℵ    Hún tjáði okkur það að bankinn myndi leysa til sín húsið þegar þar að kæmi.
ℵ    Að við yrðum gjaldþrota, og kröfum okkar yrði haldið við hjá Intrum næstu 10 til 12 árin, það mundi engu breyta með gjaldþrotalögin nýju, við yrðum gjaldþrota í 2 ár, en svo mundi intrum sjá um að halda kröfunum við eftir það.
ℵ    Hún spurði okkur hvort það væri ekki einhver í fjölskyldunni sem gæti hjálpað okkur fjárhagslega, eins og maður mundi vilja leggja þetta á einhvern annan.
ℵ    Ég spurði hvort það væri ekki hægt að fella niður einhverjar skuldir vegna þess að lánin væru svo há, en vermæti eignarinnar færi hríðfallandi.  Þá sagði bankastjórinn að það yrði aldrei gert.
ℵ    Maðurinn minn starfar hjá félagi í eigu bankans, bankastjórinn sagði að ef við færum gjaldþrotaleiðina mundi bankinn sjá til þess að hann myndi missa vinnuna, vegna þess að gjaldþrota einstaklingar starfa ekki hjá bankanum.

Það er engan veginn eins og við getum gert eitthvað í stöðunni.
Samtali okkar lauk þannig að hann er að setja okkar mál í gjaldþrotafarveg.
Hvað er málið, á ekkert að hjálpa heimilunum?  Það er gjörsamlega á öndverðu meiði það sem bankinn segir og ríkisstjórnin.
Mér finnst þetta út í hött!  Hvað eru þið að gera fyrir heimilin annað en að tala þegar bankarnir og þeir sem eiga kröfurnar okkar eru að gera allt annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“