fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Teboð í Downingstræti

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. september 2007 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

thatcher.jpg

Gordon Brown bauð Margréti Thatcher í te í Downingstræti fyrr í vikunni. Þetta er ein umtalaðasta fréttin hér í Bretlandi. Íhaldsmenn segja að Brown sé að misnota gamla og veikbyggða konu.

En einhvern veginn er orðið veikbyggður (frail) ekki eitthvað sem maður tengir við járnfrúna. Jafnvel þótt hún sé orðin gömul og gleymin.

Bróðir minn sem er nemi við London School of Economics og er nú í starfskynningu hjá Íhaldsflokknum segir mér að kannski meini þeir ekki mikið með þessu – en eitthvað þurfi þeir samt að segja um þessa heimsókn. Íhaldinu þykir auðvitað ekki þægilegt að sjá erkióvininn, forsætisráðherra Verkamannaflokksins, spóka sig með einum merkasta leiðtoga í sögu flokksins, konu sem næstum telst vera holdgervingur hans.

Viðbrögð vinstri manna og verkalýðsforingja í Verkamannaflokknum gætu kannski verið erfiðari fyrir Brown. Brown hefur oft talað illa um stjórnartíð Thatcher – en er hann nú að reyna að tengja nafn sitt við arfleifð hennar? Eitt af stóru málunum á flokksþingi Verkamannaflokksins sem haldið verður í Bournemouth í næstu viku eru samskiptin við verkalýðshreyfinguna.

Stærsta málið í huga Browns er samt að þurrka út öll ummerki um Tony Blair í flokknum.

En varðandi teboðið: Kannski ekki flóknara en að sitjandi forsætisráðherra sé svo almennilegur að bjóða gömlum forsætisráðherra og sögulegri persónu í lítið teboð?

Nei, það er of einfalt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins