fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Listabíó

Egill Helgason
Sunnudaginn 5. ágúst 2007 18:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

hiroshima.jpg

Bergman og Antonioni voru menn listabíóanna, þar áttu myndir þeirra heimili. Þetta eru kvikmyndahús sem döfnuðu í borgum frá sjötta áratug síðustu aldar og og fram á þann níunda. Oft pínu dimm og hrörleg, sætin varla mjög þægileg. Svo fór að halla undan fæti; fjölsalabíó tóku völdin, listrænar myndir voru sýndar þar að einhverju leyti en voru samt hornreka.

Ég man eftir að hafa farið í svona bíó í París, London og Kaupmannahöfn. Dæmigert atriði í Woody Allen mynd er þar sem hann stendur bablandi í biðröð fyrir utan listabíó í New York – líklega að kaupa miða á Bergman mynd.

Stephen Holden skrifar grein um Bergman í New York Times og segir að það hafi verið líkt og að fara í kirkju að sjá mynd eftir hann. Hann bætir við að trúin á gildi æðri lista sem einkenndi sjötta og sjöunda áratuginn virðist núorðið skrítin og sveitaleg.

Það má vera að listabíóin virki halló í minningunni – og myndir eins og Hiroshima mon amour, La Dolce Vita, Rashomon og Sjöunda Innsiglið – sem voru líkt og guðspjöll hinnar listrænu kvikmyndagerðar – séu það líka. Uppskrúfaðar, alvörugefnar og tilgerðarlegar. En kvikmyndir töldust allavega list á þessum árum og það var hugsanlegt að fullorðið og sæmilega menntað fólk gæti líka farið í bíó.

Í Frakklandi kölluðu þeir kvikmyndina le sèptieme art – sjöundu listina – á eftir byggingalist, höggmyndalist, málaralist, tónlist, dansi og skáldskaparlist. Þar uppgötvuðu þeir að Hollywood myndir gátu líka verið list.

Þetta voru kannski nokkuð sakleysislegri tímar – en þá er til þess að líta að flest virkar frekar sakleysislegt miðað við cynisismann sem stjórnar svokölluðum skemmtanaiðnaði núorðið. Kannski eimdi enn eftir af þeirri hugsun að listin gæti gert okkur að betra fólki. Á það má varla neinn heyra minnst lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu