fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Bellibrögð bankanna – rukkað fyrir heimabanka?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. ágúst 2007 06:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bankarnir í landinu munu ganga eins langt og þeir geta þar til eitthvert stjórnvald stöðvar þá. Allt tal um þjónustu er píp þegar bankarnir eiga í hlut – markmið þeirra virðist aðallega vera að flytja meiri peninga þangað sem miklir peningar eru fyrir.

Semsagt að rýja almenning inn að skyrtunni ef kostur er á. Þeir gerast sífellt ósvífnari í plokki sínu. Vandinn er að samband stjórnmálamanna við auðinn í bönkunum er núorðið eins og samband auðmjúkra þjóna við hátt og ósnertanlegt yfirvald:

Þættinum hefur borist svohljóðandi bréf:

„Ég sakna þess að hafa ekki séð neina umfjöllun um síðastu tilraun Landsbankans (á eftir að tékka hvort hinir eru með í þessu) til að hafa fé af viðskiptavinum sínum. Hér á ég við hið nýja „þjónustugjald“ sem nú á að innheimta hjá Einkabankanotendum fyrir að vinna vinnu bankanna! Við höfum gert bönkunum kleift að loka útibúum út og suður með því að nota rafrænu aðferðina í bankaviðskiptum.

Þegar ég gerði tilraun til að komast inní Einkabankann í morgun, fékk ég upp fleiri fleiri síður með reglugerð um Einkabankann – ég skrunaði hratt niður skjalið og fann á endanum stutta setningu sem hljóðaði eitthvað á þá leið að bankinn myndi innheimta gjald fyrir notkun og áskildi sér einnig rétt til að breyta gjaldskrá fyrir notkun Einkabankans án fyrirvara. Svo skrunaði ég aðeins neðar og viti menn – box fyrir notendanafn, lykilorð og svo neðst
„samþykkja“ eða „hafna“. Ég á eftir að sjá hvað skeður ef ég ýti á hafna! Verður lokað fyrir aðganginn?

Þegar ég byrjaði í barnaskóla fengum við krakkanir svokallaða sparimerkjabók frá Landsbankanum. Á henni stóð „Græddur er geymdur eyrir“ Allir kepptust við að kaupa 2ja, 5, 10 og 25 aura merki fyrir vasapeningana og líma inní bókina. Þegar búið var að fylla síðuna var labbað í bankann til að leggja inn. Þetta var árið 1951.

Ég hef grun um að nú ljúki 56 ára farsælu sambandi mín og Landsbankans – 900 krónur á mánuði fyrir að fá að borga reikningana sína er kannski ekki há fjárhæð en akkúrat núna er mælirinn fullur.

Er nema von að þeir neiti að gefa upp hve mikið þeir innheimta í þjónustgjöld sbr kvöldfréttirnar á Stöð 2 núna áðan.

Ég vildi vekja athygli á þessu, ég er varla sú eina sem hefur uppdagað þetta síðasta bellibragð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða