fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Skokkandi Frakklandsforseti

Egill Helgason
Mánudaginn 9. júlí 2007 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar eru smátt og smátt að komast í eðlilegt samband við forseta sinn, Nicolas Sarkozy. Hveitibrauðsdögum hans fer brátt að ljúka. Fjölmiðlar á Vesturlöndum eru líka að komast að því að hann er enginn frjálshyggjumaður í anda Thatchers eða Reagans, heldur gæti hann þess vegna verið gamaldags gaullisti.

Innan Evrópusambandsins hafa menn áhyggjur af því að hann ætli að brjóta þau höft sem hafa verið sett á ríkisbúskap aðildarþjóðanna – að hann ætli að auka fjárlagahallann umfram það sem heimilt er. Slíkt vekur skelfingu í Brussel og Berlín.
jog.jpg
En svo eru það áhyggjuefni sem skipta meira máli. Eitt er það að Sarkozy skuli skokka. Frökkum finnst það ekki nógu gott. Að skokka er andlaust streð, alltof auðvaldslegt – það eru Bandaríkjaforsetar sem stunda skokk.

Catherine Bennett skrifar lærða grein um hvaða íþróttir þjóðhöfðingjar geta stundað í Guardian. Hún segir að golf sé alltof óumhverfisvænt, fyrir utan hvað það sé einstaklega leiðinlegt og klæðnaðurinn hræðilegur.

Krikkett kemur varla til greina, leikurinn getur staðið í fimm daga og þá er ekki einu sinni víst að fáist úrslit. Það eru heldur ekki meðmæli að John Major er mikill áhugamaður um krikkett.

Bennett bendir á að nær væri að Frakklandsforseti stundaði hjólreiðar eins og í Tour de France. Þá gæti hann líka svitnað í þröngum búningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“