fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Hvenær koma einangrunarbúðirnar?

Egill Helgason
Laugardaginn 7. júlí 2007 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við komumst ekki ýkja langt með því að kenna ástandinu í Miðausturlöndum eða stéttaskiptingu um hryðjuverkin í Bretlandi.

Það virðist vera að mest af þessum tilræðum séu framin af ungum körlum sem eru búsettir í Bretlandi og aldir upp þar. Þeir hafa yfirleitt notið góðrar menntunar – geta hæglega notfært sér þau tækifæri sem vestrænt lýðræðisþjóðfélag hefur upp á að bjóða.

Þeir þjást af rótleysi, leiða og einhvers konar nihilisma. Eru auðveld bráð fyrir þá sem boða ofstæki og hatur. Það er ótrúlegt þegar læknar koma fyrir sprengjum sem hafa þann tilgang að valda sem mestum skaða á lífi og limum saklauss fólks.

Það eru margar hættur í þessari stöðu. Ein er sú að hryðjuverkin ágerist og viðbrögð samfélagsins sem verða fyrir barðinu á þeim verði ofsafengnari. Bretland er mjög viðkvæmur staður – kannski að hluta til vegna þess að terroristarnir eiga erfiðara með að komast inn í Bandaríkin.

Það er nauðsynlegt fyrir múslima að taka til í sínum eigin ranni. Hafna hryðjuverkum skilyrðislaust. Gera greinarmun á íslamstrú og íslamismanum sem er pólitísk öfgahreyfing. Uppræta hann úr moskum Vesturlanda. Þeir þurfa líka að starfa með lögreglu við að uppræta bölið.

Þetta er algjörlega í þeirra hag. Annars er hætta á að ástandið versni og við förum að sjá einangrunarbúðir – eða eitthvað í líkingu við það – á Vesturlöndum innan fárra ára.

Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að íslamisminn er hugmyndafræði í ætt við fasisma. Honum er í raun alveg sama um Palestínu eða Írak. Það vill bara svo til að þar eru vígvellirnir núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“