fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Bergman

Egill Helgason
Mánudaginn 30. júlí 2007 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

7sealpost.jpg

Mér er það sérlega minnisstætt þegar ég sá Sjöunda innsiglið í – af öllum stöðum – Sjónleikarahúsinu í Færeyjum og fylltist angist yfir dauðanum, bæði vegna Bergman myndarinnar sem fjallar um riddara sem teflir skák við dauðann og þunglyndislegs andrúmsloftsins á eyjunum.

Þessi allegóría um dauðann eldist vel – með ótrúlega fallegum ungum Max von Sydow – núna í sumar var verið að sýna hana í nokkrum kvikmyndahúsum í London. Í litlu bíói í París hefur verið Bergman hátíð í marga áratugi.

Bergman myndirnar voru annars sýndar í Fjalakettinum hjá Friðriki Þór á árunum 1976-77. Þar sá maður meistaraverkin: Þögnina, Persona, Meyjarlindina, Bros sumarnæturinnar, Villt jarðarber. Ég var á réttum aldri til að meðtaka þetta.

Það er sagt að Bermann sé þungur og erfiður. Það er ekki alveg satt, tvær síðastnefndu myndirnar sem eru í hópi þeirra dáðustu sem hann gerði eru bara nokkuð léttar og bjartsýnar. Sú fyrri fjallar um framhjáhald og ástir á herrasetri – Woody Allen endurgerði hana í A Midsummer´s Night Sex Comedy – hin síðari um aldraðan prófessor – leikinn af meistaranum Viktor Sjöström – sem fer yfir ævi sína í ökuferð frá Stokkhólmi til Lundar.

Sú mynd er einkennist af frekar umburðarlyndum og gamansömum mannskilningi – ólíkt sumum Bergman myndum þar sem hann beitir persónur sínar smásmyglislegri dómhörku.

Sumt varð reyndar dálítið þrúgandi. Myndir úr hjónabandi, ég gat ekki horft á það. Hvísl og hróp með konum að deyja hægt og í mjög þungu skapi. Þessi nakta sjálfsskoðun – blandin lúterskri sjálfspyntingu. Þetta ágerðist þegar Bergman varð eldri – þess vegna létti manni þegar maður sá fyrri hlutann af Fanný og Alexander þar sem dulúð og katína bernskunnar var í fyrrirrúmi.

En það er mikill meistari sem er genginn. Flókinn maður, sjálfsagt erfiður, en einn af raunverulegum snillingum kvikmyndanna – síðasti fulltrúi hins klassíska tíma kvikmyndalistarinnar á áratugunum eftir stríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti