fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Vínland

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. júlí 2007 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

alkoh.jpg

Bretlandi er mikil umræða um að hækka verð á áfengi. Það er reyndar fáránlega ódýrt í landinu – í súpermörkuðum er hægt að finna tilboð þar sem sextíu bjórar eru seldir á 20 pund. Verð á áfengi hefur í það heila farið lækkandi síðasta aldarfjórðunginn.

Í landinu voru nýlega sett lög um að sumir staðir sem selja áfengi mættu vera opnir allan sólarhringinn – ekki ólíkt því sem tíðkast hér – reynslan af þessu hefur verið hörmuleg. Ofbeldi vegna áfengisdrykkju færist í vöxt.

John Harris skrifar um þetta í Guardian. Hann segir hafsjór af ódýru áfengi sé langstærsta eiturlyfjavandamálið í Bretlandi. Hann telur að efnið ætti að setja einhvers staðar staðar milli A- og B- flokks eiturlyfja, semsagt á svipaðan stað og efni skyld amfetamíni.

Hér á Íslandi höfum við líka farið í frjálsræðisátt hvað varðar áfengi. Veitingahús fá að hafa opið þangað til á morgnana – það hefur að gefist mátulega vel. Miðbærinn er eins og vígvöllur á nóttinni. Á daginn er rónalýður mjög áberandi.

Og nú er uppi mikil umræða um að þurfi lækka verð á áfengi.

_40746260_drinker203getty.jpg

Samt umgöngumst við efnið á sama hátt og Bretar. Drykkjumenningin er ofbeldisfull, hávær, sorgleg. Drykkjusiðirnir virðast vera algjörlega inngrónir í þjóðina; það er sama hvað er gert – notkunin á efninu verður ekkert sívílíseraðri.

Er þá einhver ástæða til að lækka verðið? Ætti ekki frekar að hækka það? Það er talað um að ferðamenn þurfi að geta keypt sér vín með matnum.

Geta þeir ekki bara drukkið heima hjá sér? Varla eru þeir komnir hingað vegna þess að við séum svo mikið vínland…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna