fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Ofnæmi fyrir okri

Egill Helgason
Laugardaginn 14. júlí 2007 07:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að vera í Þýskalandi og sjá fréttir af því að Ísland sé dýrasta land í heimi. Ég skoðaði matseðil á einu dýrasta veitingahúsi Berlínar, þar sem eru kjólklæddir þjónar og stífpressaðar munnþurkur – sýndist að verðið væri álíka hátt og á miðlungs veitingahúsi í Reykjavík.

Aðalréttur á 2500-3000 krónur.

En hér er líka fullt af góðum stöðum sem eru miklu ódýrari. Í gærkvöldi fórum við á þekktan indverskan stað, Amrit við Oranienburgerstrasse. Staðurinn er þekktur fyrir góðan og vel útilátinn mat, en um leið er þjónustan ágæt og öll umgjörðin aðlaðandi.

Við fengum okkur þrjá mangódrykki, svokallað mango lassi.

Lambakjötsrétt, lamb korma.

Kjúklingarétt, chicken dahlwala stendur á reikningnum.

Stóra flösku af kolsýrðu vatni. Hrísgrjón. Nan brauð.

Þetta kostaði samanlagt 35 evrur. 3000 krónur. Maturinn var í alla staði prýðilegur.

Fær maður meira en einn rétt á Austur-Indíafélaginu fyrir þetta verð?

Ég veit að Þjóðverjar þola ekki verðbólgu. Það er sagt að þetta sé inngróið í þjóðarsálina síðan í óðaverðbólgunni eftir fyrra stríð.

Þurfum við Íslendingar ekki að fara að koma okkur upp svona ofnæmi? Eða er einhver lógísk skýring á okrinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða