fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Kínverjar skjóta sökudólginn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. júlí 2007 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

chinax-large.jpg

Mér er skapi næst að kaupa ekkert frá Kína. Hef reyndar aldrei verið spenntur fyrir vörum þaðan. Man eftir kínversku dósasveppunum sem komu á markað á Íslandi fyrir sirka aldarfjórðungi.

Kínverjar eru mestu sóðar í heimi. Þeir fara fram úr Bandaríkjamönnum á þessu ári. Hnignun umhverfisins í Kína er alþjóðlegt hneyksli og ógnar lífi og heilsu íbúanna, ekki bara einhvern tíma í framtíðinni heldur núna.

Mikið af vörum sem eru framleiddar í Kína eru búnar til með þrælavinnuafli. Ungt fólk fer til vinnu í verksmiðjunum og er spýtt þaðan út, útslitnum gamalmennum, fimmtán árum síðar. Það er flókin spurning hvort maður eigi að kaupa varning sem er framleiddur með þessum hætti.

Kína er lögregluríki. Það kenndi sig við kommúnisma. Svo sagði Deng að það væri dásamlegt að auðgast. Nú finnst manni stjórnarfarið í Kína helst vera í ætt við fasisma.

Viðkvæðið er að ekki megi rugga bátnum í Kína annars fari allt til andskotans. Það megi ekki gagnrýna ríkisstjórnina því þá taki við glundroði.

Það er ekki geðsleg hugmyndafræði til að byggja stjórn ríkis á.

Nú hefur forstjóri matvælaeftirlits verið tekinn af lífi í Kína. Ástæðan er sú að vörur hafa reynst eitraðar og hættulegar. Sumt af þessu hefur verið selt úr landi og skaðar sjálfsagt útflutning Kínverja um eitthvert skeið. Verra er þó hlutskipti Kínverja sjálfra sem geta ekki treyst því að það sem þeir kaupa sé ekki fullt af eitri og ógeði.

En þá er huggun harmi gegn að búið sé að skjóta sökudólginn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða