fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Þunglyndislegar dýralífsmyndir, íslenskt karneval, brú yfir Skerjafjörð

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. febrúar 2007 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt fólk er mjög hrifið af dýralífsmyndum. Ég geri mér grein fyrir því. Hjá mér valda þær oft aðkenningu að þunglyndi. Yfirleitt byrja dýralífsmyndir vel, með mörgum sætum, skemmtilegum og áhugaverðum dýrum. Svo syrtir í álinn. Fyrst byrja dýrin að eðla sér. Svo fara þau að éta hvort annað.

Í gær byrjaði ég að horfa á mynd um líf í frumskógi. Þar var í aðalhlutverki hópur simpansa. Fyrst voru þeir bara að klifra í trjám. En svo voru þeir komnir í einhvers konar árásarleiðangur gegn öðrum simpönsum. Endaði með því að þeir átu einn apann úr óvinaliðinu. Það var verulega ógeðsleg sjón.

Almennt er mín skoðun er sú að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir.

Það sem veldur kannski mestri depurð – á ég að kalla það tilvistarangist? – er hversu líf dýranna er tilbreytingarsnautt.

Við svo búið fer ég inn í eldhús og fæ mér bita af kjúklingnum sem er í kvöldmat hér.

— — —

Saltkjöt kemur ekki hér inn í hús. Það hef ég ekki viljað síðan ég var tíu ára, var sendur í sveit og þar var saltkjöt á borðum næstum upp á hvern dag. Mér fannst þetta svo hræðilegur matur að ég nærðist aðallega á frónkexinu sem var með kaffinu.

Stundum höfum við Íslendingar engan stíl. Við höldum upp á bolludag, sprengidag og öskudag. En gaman! Aðrar þjóðir halda karneval, iðandi af fjöri, meðan við slöfrum í okkur saltri baunasúpu, úðum í okkur rjómabollum og sendum börn út í kuldann til að sníkja sælgæti.

Það er okkar kjötkveðjuhátíð.

— — —

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?