Það voru margir litlir fréttapunktar í Silfri mínu í gær. Best að halda einum til haga sem ella gæti farið fyrir ofan garð og neðan.
Svandís Svavarsdóttir fullyrti að hún myndi reyna að bjarga húsunum neðst við Laugaveginn sem hafa verið dæmd til niðurrifs. Tók reyndar fram að hún vissi að það væri orðið býsna seint, en sagðist samt ætla að gera hvað hún gæti.
Önnur húsfriðunarkona, Margrét Sverrisdóttir, er nú forseti borgarstjórnar. Geta þær ekki farið saman í þennan leiðangur?
Svo notað sé uppáhaldsorð borgarstjórans.