fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Jarmað í kór

Egill Helgason
Mánudaginn 15. október 2007 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

truthgorel0310_468×365.jpg

Það hefur dunið yfir manni áróður vegna loftslagsmála alla helgina. Fyrst vegna þess að Gore fékk Nóbelsverðlaunin – fyrir að gera kvikmynd – og svo af umhverfisþingi sem haldið var í Reykjavík.

Með stríðsletri á forsíðu Morgunblaðsins stóð skrifað: „Fljótum sofandi að feigðarósi.“

Inni í blaðinu var margra blaðsíðna úttekt á loftslagsvandanum – sem öll var á eina bókina lærð.

Svo kemur í sjónvarpsþætti sjö mínútna viðtal við mann sem er ekki alveg jafn sannfærður, bendir á dóm sem féll nýskeð í London vegna myndar Al Gore þar sem segir að séu níu alvarlegar vitleysur í myndinni og teflir síðan fram því viðhorfi að kannski væri betra að takast á við afleiðingar hugsanlegs loftslagsvanda en orsakir hans. Og það dynja skammir yfir þáttastjórnandanum.

Ok, maðurinn heitir Hannes og fer í taugarnar á mörgum. Rétt eins og til dæmis Björn Lomborg.

En er það virkilega svo að þessi viðhorf megi ekki heyrast – mitt í öllum áróðrinum? Verða kannski einhvern tíma sett lög um að ekki megi tala um loftslagsvandann nema á ákveðinn hátt, svona eins og ekki má segja að sé gott að reykja í sjónvarpinu.

Eiga allir að jarma í kór?

— — —

Mynd Gores er annars að verða eins og þrúgandi rétttrúnaður, líkt og nýtt guðspjall. Dómsmálið í London stóð um hvort myndin væri tæk sem kennsluefni í skólum. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að í myndinni sé farið með miklar ýkjur, meðal annars þar sem er talað um hækkandi yfirborð sjávar, að Golfstraumurinn muni stöðvast og að fellibylurinn Katrina hafi verið af völdum manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk