fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Ósamstæður meirihluti

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. október 2007 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

14.jpg

Margrét Sverrisdóttir verður í þeirri einstæðu stöðu í borgarstjórn að hafa ekkert stjórnmálaafl á bak við sig. Samt hlýtur hún næstmestu virðingarstöðuna í borginni – verður forseti borgarstjórnarinnar.

Margrét er kosin í borgarstjórnina af lista Frjálslyndra, flokks sem hún starfar ekki lengur í. Hún bauð sig fram til þings í nafni Íslandshreyfingarinnar. Sá flokkur á auðvitað enga aðild að borgarstjórninni þótt Margrét sé þar– auk þess sem er erfitt að hugsa sér að lífsmark verði í Íslandshreyfingunni miklu lengur.

Svo er það spurning um Ólaf F. Magnússon sem í rauninni á sætið sem Margrét situr í. Er von á honum aftur í borgarstjórnina? Hvenær þá? Hversu veikur er Ólafur? Borgarbúar eiga að vissu leyti rétt á að vita það.

Nýi meirihlutinn er sérkennilega samansettur. Er þessi hópur fólks yfirleitt sammála um eitthvað? Þau eru augljóslega ekki sammála um málefni REI – málið sem gamla borgarstjórnin sprakk á. Nú síðast hafði Svandís ekki aðra tillögu en að „róa umræðuna“.

Maður sem hélt að það væri einmitt í anda VG að borgarbúar hefðu sjálfir skoðanir á stórum málum sem þá varða.

Flokkarnir eru tæplega samstiga hvað varðar niðurrif gamalla húsa. Þetta eru fyrirætlanir frá tíma R-listans – baráttan gegn þessu var eitt aðal kosningamál Frjálslyndra.

Frjálslyndir börðust líka hatrammlega gegn hugmyndum um að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri. Það fyrsta sem Dagur sagði á fundi Samfylkingarinnar dag er að flugvöllurinn þurfi að fara.

Hvað skoðun hefur Margrét á því? Eða Ólafur F?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?