fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Gleymdi Móður Teresu

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. október 2007 07:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

main_teresa-1.jpg

Eftir að ég setti inn færsluna um friðarverðlaunahafana fór ég að lesa fræg skrif Christophers Hithchens um Móður Teresu. Eftir þann lestur er maður virkilega efins um hvort hafi verið rétt að veita henni Nóbelsverðlaun.

Hithchens lýsir henni fremur sem vini fátæktar en fátæklinga – fátæktardýrkun má kalla það sem hún stundaði. Hún hafi staðið á móti því eina sem virki í alvörunni gegn örbirgð, frelsun kvenna og auknu valdi þeirra yfir líkama sínum. Sjúkraskýli hennar í Kalkútta var alltaf niðurnítt og dapurlegt – samt streymdu inn peningar frá vinum hennar úr auðstétt sem Hithchens segir að sumir hafi verið harla ókræsilegir.

Þegar hún veiktist svo sjálf tékkaði hún sig inn í rándýran einkaspítala í Kalíforníu.

Hér má lesa stutta útgáfu af því sem Hitchens hefur að segja um þennan dýrling kaþólsku kirkjunnar, í undirfyrirsögn greinarinnar segir að Móðir Teresa hafi verið ofstækisfull bókstafstrúarkona – og svindlari.

Mannkynið hefur þörf fyrir lýsandi fyrirmyndir, dýrlinga kalla þeir það í kaþólsku kirkjunni – en það er semsagt ekki víst að Agnes Gonxha Bojaxhiu eins og hún hét í alvörunni hafi verið rétta manneskjan í djobbið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?