fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Ofvirkt hagkerfi

Egill Helgason
Laugardaginn 13. október 2007 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamall kunningi minn, Marinó G. Njálsson, setti inn bloggfærslu í gær þar sem hann leggur út af klausu í Innherjadálki Morgunblaðsins þar sem vitnað er í Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðumann greiningardeildar Landsbankans.

Björn Rúnar veltir því fyrir sér hvort sé orðin „varanleg hliðrun á framboðs- og eftirspurnarhlið í íslenska hagkerfinu“.

Það eru merkilegar spekúlasjónir sem þarna koma fram. Þær ganga í stuttu máli út á það að umsvifin í hagkerfinu séu orðin slík að Ísland hafi eiginlega færst upp um deild. Við séum komin á nýtt framkvæmdastig – gamla framkvæmdastigið sé liðin tíð.

„Þegar knattspyrnuhúsið Fífan í Kópavogi var reist fyrir 4 árum eða svo, þá þótti þetta stór framkvæmd. Síðan eru kominn Boginn á Akureyri, Reyðarfjarðarhöllin, hús Knattspyrnuakademíunnar í Kópavogi, Risinn í Hafnarfirði og knatthúsið á Akranesi svo einhver séu nefnd og þetta hefur gerst án þess að um það hafi verið rætt. Fyrir 5 – 7 árum voru svona framkvæmdir stórar, en þær eru það ekki lengur. Þess vegna segi ég: Við færðumst upp um deild og nú eru stóru tölurnar orðnar stærri án þess að það þýði að það sé meiri þensla en áður.Vissulega eru miklu meiri umsvif núna en árið 1999, en er núverandi ástand ekki bara meira normal en fyrra jafnvægi. Við skulum hafa í huga, að ríki og sveitarfélög hafa frestað mörgum stórum framkvæmdum sem munu fara í gang á næstu mánuðum og árum. Er þá þensla áfram vegna þess að þessi verkefni eru í gangi? Hvenær hættir þenslan? Hver eru viðmiðin?“

Til að einfalda þetta aðeins má segja að spurningin sé hvort íslenska hagkerfið sé ofvirkt – og verði það áfram. Það er að minnsta kosti vandséð að til sé 300 þúsund manna hópur fólks í heiminum sem hefur jafnmikil umsvif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?