fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Ólafur í fjögur ár í viðbót?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. september 2007 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

d221c127751e541.JPG

Kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar lýkur næsta sumar – það gætu semsagt orðið forsetakosningar þá. Einn af samkvæmisleikjum vetrarins verður sjálfsagt að skima eftir arftaka Ólafs. Einhverjar vangaveltur hafa þegar verið í gangi – en manni finnst varla að neitt af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd komi til greina. Ekki svona í alvörunni.

Ólafur Ragnar getur sjálfsagt setið áfram sem forseti í fjögur ár í viðbót ef honum sýnist. Meirihluti þjóðarinnar er ágætlega sáttur við hann – hvað sem Mogganum og nokkuð þröngum hópi sjálfstæðismanna finnst.

Eitt sinn voru uppi vangaveltur að honum yrði fundið pláss í einhverju alþjóðasamstarfi. Þannig hefði kannski mátt losna við hann. Íslenska ríkisstjórnin hefði þá þurft að beita sér fyrir því. Nú fer hvar að verða síðastur. Ólafur verður sextíu og fimm ára þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur.

Þannig að kannski er líklegast að Ólafur sitji áfram. Hugsanlega er ástæðulaust að hafa marga forseta eftirlaunum. Varla spillir heldur fyrir að Dorrit er líklega vinsælasta kona á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins