fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Flugfélög fá ofanígjöf

Egill Helgason
Föstudaginn 10. ágúst 2007 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins meira um flug í Bretlandi. Neytendayfirvöld hérna hafa úrskurðað að flugfélög sem selja þjónustu sína á netinu megi ekki lengur fela hið raunverulega verð farmiðanna. Þetta hefur verið siður hjá mörgum flugfélögum eins og til dæmis Ryanair. Þá hefur alls kyns kostnaður bæst við á seinni stigum pöntunarinnar – flugvallarskattar, eldsneytisgjald, gjald fyrir farangur.

Maður veit ekki fyrr en farmiði sem átti að vera mjög ódýr er farinn að kosta ansi mikið.

Eftir harðvítug bloggskrif Friðjóns Friðjónssonar með bláu appelsínurnar lagði Icelandair þessa starfshætti af síðastliðinn vetur – býður reyndar á netinu farmiða aðra leið á verði sem ekki á sér neina stoð í veruleikanum. Það er erfitt að skilja hvaða blekking það er.

Iceland Express heldur hins vegar uppteknum hætti. Kostnaðurinn sem bætist við netbókanir þar er ótrúlega hár miðað það verð sem er auglýst í upphafi.

Raunar sýnist manni að Iceland Express standi varla undir því lengur að teljast lágfargjaldaflugfélag. Eini kosturinn við félagið er að það er ódýrara að fljúga aðra leið með því en Icelandair sem rígheldur í forneskjulega reglu um að flugfarþegar þurfi að ferðast á Saga Class ef þeir dvelja ekki yfir helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum