fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Sál fótboltans í háska

Egill Helgason
Mánudaginn 30. júlí 2007 00:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

chelsea.jpg

Útlendingar eru að gleypa enska fótboltann, sumir í meira lagi vafasamir. Níu úrvalsdeildarlið eru í eigu erlendra bisnessmanna. Þeir hafa engin tengsl við samfélögin þar sem liðin eiga heima – allt snýst þetta um sjónvarpsréttindi um víða um veröld, peninga, áhrif og útblásna sjálfsmynd eigendanna.

Eigendurnir eru meðal annars menn eins og oligarkinn Roman Abramovits frá Rússlandi sem á Chelsea, Malcolm Glazer sem á fótboltalið í Flórída en einnig Manchester United, bandarísku fjárfestarnir George Gillett og Tom Hicks sem eiga Liverpool, Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Thailands, sem er nýbúinn að kaupa Manchester City og Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson frá Íslandi sem hafa eignast West Ham.

Hinn umdeildi rússneski auðkýfingur Boris Berezovsky hefur reynt að eignast Arsenal og olíufurstar úr Persaflóa hafa einnig gert tilraunir til að eignast félagið.

Leikmennirnir eru líka útlendir. Á síðasta keppnistímabili voru 340 erlendir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Landsliðið enska tapar sífellt. Það er ekki furða. Enskir leikmenn spila upp til hópa í neðri deildum fótboltans.

Hverju tapar fótboltinn á þessari alþjóðavæðingu?

Tom Bower leitast við að svara þessari spurningu í Observer í dag í grein sem nefnist The Big Sell Out. Bower er einnig höfundur bókar sem nefnist Broken Dreams: Vanity, Greed and the Souring of British Football.

liverpool.jpg

Það tapast ekkert – kynnu sumir að segja. Fótboltinn er vinsæll út um allan heim – útlendingar eru hvort sem er að eignast allt í Bretlandi. Þeir eiga 90 prósent af Mayfair hverfinu, einu ríkasta hverfi í heimi. Premier League verður eitt þekktasta vörumerki í veröldinni.

Sálin, karakterinn, tengslin við samfélagið, íþróttandinn, landsliðið, segir Bower. Hann nefnir að West Ham undir stjórn Eggerts Magnússonar hafi rofið nánast öll tengsl við bæjarstjórnarmenn og góðgerðafélög í hverfi sínu. Úr verður sálarlaus peningamylla, leikur spilaður af oflaunuðum ungmennum sem eru í eigu alþjóðlegra peningafursta.

Margir telja líka að fótboltinn sé leiðinlegri á að horfa en áður. Það er kannski heldur ekki svo langt í að menn fari að semja um úrslit leikja.

Sjálfum langar mig að benda á grein sem ég skrifaði fyrir tveimur árum og nefnist Hvar er Kenny Hibbitt? Þar er tekið á þessu með nokkuð öðrum hætti en í Observer:

„Ég nefndi það við vin minn í dag að mig langaði að skrifa greinina “Hvar er Kenny Hibbitt?” Í henni myndi segja frá því að ég sé farinn að hafa aðgang að fótbolta á mörgum sjónvarpsstöðvum – það hef ég ekki haft áður. Það sem blasir við er alþjóðavæddur fótbolti – jafn karakterlaus og Starbuck´s. Allt er fullt af oflaunuðum súkkulaðidrengjum með fallega greitt hár, nýkomnir úr nuddi og ljósabekkjum. Hvar er gamli fótboltinn sem hafði almennlegan karakter?

Einkenni á enska boltanum var alltaf að þar var meira strit en vit – það var flautað og svo byrjuðu allir að hlaupa, detta hver um annan og brjóta af sér eins og vitleysingar. Leikvellirnir voru oftar en ekki drullusvað. Þetta var almennilegt og hafði augljós tengsl við kúltúr ensku lágstéttarinnar. Nú fer millistéttarfólk á fótboltaleiki, verðbréfasalar sitja í sérstökum stúkum, leikmennirnir koma og heilsa upp á þá eftir leik. Maður sér aldrei blett eða skrámu á fótboltamönnum nútímans – þeir eru eins ogklipptir út úr tímaritum.

khibbit.jpg

Já, ég sakna Kennys Hibbitt, gamla miðjumannsins úr Wolves. Hann var á sífelldu spani út um allan völl, illa klipptur og drullugur upp fyrir haus. Hann var hversdagshetja. Mér kemur líka í hug Joe Jordan hjá Leeds – hann var tannlaus og stóð stöðugt í blóðugum skallaeinvígjum. Þetta var þjóðlegur fótbolti sem bragð var að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 6 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti