fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Til hvers að vinna meira?

Egill Helgason
Föstudaginn 27. júlí 2007 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valda hærri skattar í Evrópu en Bandaríkjunum minni starfslöngun Evrópubúa?

Þetta var ein spurningin á ráðstefnu sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson hélt. Meðal ræðumanna var nóbelsverðlaunahafinn Edward C. Prescott. Ég tek fram að ég veit ekki hvernig hann svaraði þessu – finnst þó líklegt að það hafi verið já.

En nú spyr maður:

Hví ættu Evrópubúar að vinna meira?

Þeir hafa yfirleitt fjögurra til fimm vikna sumarfrí, átta stunda vinnudagur að hámarki er venja – í Evrópu telst þetta til lífsgæða.

Í Ameríku eru sumarfrí hins vegar varla nema tvær vikur – margir starfsmenn þora ekki einu sinni að taka sér þetta litla sumarfrí af ótta við að missa atvinnuna – vinnudagurinn er miklu lengri en í Evrópu.

Það er engin leið að sýna fram á að efnahagsframfarir hafi orðið meiri í Bandaríkjunum en í Evrópu síðasta áratuginn.

Jú, hinir ríku hafa orðið ríkari, millistéttin hefur steypt sér í skuldir – fátæku fólki hefur fjölgað.

Flestir Bandaríkjamenn sem ég hitti eru mjög áhyggjufullir vegna heilbrigðiskerfisins – heilsubrestur getur þýtt að heilu fjölskyldurnar komist á vonarvöl. Þeir væru upp til hópa til í að borga hærri skatta til að kosta almennilegt heilbrigðiskerfi.

Spurning Hannesar og félaga ber vott um ákveðið siðferði; þá hugmynd að hjálpræðið í lífinu sé fólgið í striti.

Þetta er kalvínísk hugmynd, þarna nokkuð blandin frjálshyggju. Úr verður svolítið döpur lífsspeki.

Svo má líka horfa til Austurlanda, einkum Kína. Þar stritar fólk baki brotnu til að auðgast – sem er skiljanlegt eftir langa örbirgð. Úr þessu er að verða til samfélagsgerð sem kalla má nýja – það hefur verið kallað herskálakapítalismi.

Sýnir að frjáls markaður og frjálst samfélag þurfa alls ekki að fara saman – ólíkt því sem hefur verið kredda frjálshyggjumanna.

Evrópumenn eru sjálfsagt til í að lækka skatta – sums staðar virðist ekki vanþörf á – en þeir eru ekki til í að fórna einkalífinu, sumarfríiunum, menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“