fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Fiskur & franskar

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. júlí 2007 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 ffff.jpg

Efst á Marylebone Lane er fish & chips staðurinn The Golden Hind sem er alltaf fullur af fólki. Mér var sagt að þar væri að finna besta fisk og franskar í London. Staðurinn á að hafa verið þarna síðan 1914. Við fórum þangað loksins í gær. Það varð mikil gleði þegar kom í ljós að eigendurnir eru Grikkir – ég get bablað dálítið í grísku, en það vekur meiri hrifningu þegar Kári bregður fyrir sig grískunni.

Grikkir líta á sig sem smáþjóð og verða mjög hissa ef einhver veit hverjir þeir eru. Svona eins og við.

Maturinn var prýðilegur. Eigandinn kom til okkar og tjáði okkur að fiskurinn væri frá Íslandi. Það fannst manni náttúrlega gott að heyra.

Daginn eftir kaupi ég The Independent og les að fish & chips sé að verða tískumatur. Hið sama les ég í leiðara Guardian frá því fyrr í mánuðinum.

En eitt hefur breyst. Fiskur og franskar var ódýr matur fyrir fólk sem hafði ekki mikið milli handanna. Þegar Bretar hernámu Ísland spruttu upp fish & chips staðir í Reykjavík. Nú er það að breytast, fiskur er rándýr og og allt í einu þykir rétturinn við hæfi fína fólksins.

Ég sé að Jónas Kristjánsson er að skrifa um stað sem selur fisk og franskar í Reykjavík. Við eigum líka réttinn ýsu í raspi – sem er vanmetinn. Ég man að í fiskhlaðborðinu á Litla ljóta andarunganum – þar sem ég var stundum í þjónshlutverki – kláraðist ýsan í raspi alltaf fyrst. Útlendingarnir voru sólgnir í hana. Held meira að segja að um hana hafi verið fjallað mjög lofsamlega í ítölsku blaði…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“