fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Síðasta bók Dibdins

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. júlí 2007 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

michaeldibdin.jpg

Michael Dibdin samdi röð bóka um ítalskan lögreglumann sem nefnist Aurelio Zen. Þetta er afar viðfelldinn karakter, svolítið úti á þekju, maður sér hann fyrir sér sem gráleitan mann, nokkuð vel klæddan, hugsar mikið – er ekki alltof öruggur með sjálfan sig. Hann er réttnefnd andhetja.

Zen er heiðarlegur, furðu óspilltur, en allt í kringum hann kraumar spillingin sem er landlæg á Ítalíu. Með því að lesa bækurnar um hann fær maður furðu góða mynd af þessu einkennilega og forna landi.

Um persónuna Zen skrifaði Dibdin röð lögreglusagna sem eru meðal þeirra bestu sem hafa verið samdar. Ég held hann hafi ekki fengið næga viðurkenningu fyrir þær. Ég las að einhvern tíma hefði komið upp sú hugmynd að tilnefna hann til Booker verðlauna, en viðbrögðin voru ekki annað en fuss og svei.

Og nú mun Dibdin vera látinn. Ég vissi það ekki fyrr en nú. Hann var nýorðinn sextugur, fæddur í Wolverhampton, dáinn í Seattle. Á næstu dögum á víst að koma út síðasta bókin um Aurelio Zen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“