fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Elísabet veit ekki í hvaða stjörnumerki hún er: „Þetta hefur valdið mér hugarangri í mörg ár“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 17:30

Elísabet Ósk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabet Ósk Thorlacius veit ekki í hvaða stjörnumerki hún er. Hún er fædd 21. júní og lendir þar akkúrat á milli tvíburamerkisins og krabbamerkisins.

„Frá því að ég var lítil hélt ég að ég væri tvíburi eins og allt sagði en svo var mér bent á að ég væri krabbi. Ég fór að leita mér upplýsinga á netinu og fæ misvísandi upplýsingar um hvort ég sé tvíburi eða krabbi,“ segir Elísabet Ósk í færslu inn á Góða Systir. Færslan hefur heldur betur vakið mikil viðbrögð og hafa yfir 150 ummæli verið skráð við færsluna þegar greinin er skrifuð.

DV heyrði í Elísabetu sem sagðist vera engu nær hvoru stjörnumerkinu hún tilheyrir.

„Þetta hefur valdið mér mjög miklu hugarangri í mörg ár,“ segir hún.

Þrátt fyrir öll svörin frá góðum systrum er Elísabet engu nær. Ein kona sagði hana vera tvíbura samkvæmt almanaki HÍ á meðan önnur sagði það fara eftir því hvaða ár hún væri fædd. Ef það er hlaupár þá færist stjörnumerki um dag.

„Það er engin niðurstaða því miður. Ég virðist vera fædd inn í bæði merkin,“ segir Elísabet Ósk.

„Það voru margar að nefna við mig „The Cusp“ sem ég hafði aldrei heyrt um áður. Það virðist þýða að „þú ert næstum eitthvað en getur verið hitt.“ Í raun verðurðu sjálf að ákveða í hvoru stjörnumerkinu þú finnur þig. Hvað á best við þig. Sem mér finnst ofboðslega erfitt að gera því ég finn margt sem á við mig í tvíburamerkinu en einnig krabbamerkinu,“ segir hún.

„Svo sögðu einnig margar við mig að það færi eftir klukkan hvað ég fæddist og hvar.“

Elísabet Ósk segir að undrun hennar hafi ekki stoppað þarna.

„Ég fékk líka lítið sjokk þegar ein nefndi að 21. mars væri líka á „The Cusp“ en það er afmælisdagur sonar míns. Ég hef alltaf haldið að hann væri hrútur en nú þegar ég les mér til um það þá er hann á milli hrútamerkisins og nautamerkisins.“

Hvað segja lesendur, í hvoru stjörnumerkinu er Elísabet Ósk?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel

Ekki sannfærður um að Martinez henti vel
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“

Handboltagoðsögnin leyfir sér að vera bjartsýnn – „Ekki annað hægt en að stíga upp“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.