fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026

Fyrrverandi fegurðardrottning svarar fyrir mataræði dóttur sinnar

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 3. febrúar 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan, áhrifavaldurinn og fyrrverandi fegurðardrottningin Rachael Finch svarar fyrir mataræði dóttur sinnar. Fylgjandi hennar sakaði hana um að skammta dóttur sinni naumt matinn.

Rachael er fyrrverandi fegurðardrottning og fyrrum Miss Universe Australia. Í dag er hún sjónvarpskona og áhrifavaldur sem deilir lífi sínu á Instagram. Nýlega deildi hún mynd af nestisboxi dóttur sinnar í Instagram Story. Dóttir hennar, Violet, er sex ára.

Nestisboxið hefur eitthvað farið fyrir brjóstið á ónefndum aðila sem ætlaði sér að senda skilaboð á annan aðila, en sendi óvart á sjálfa Rachael.

Rachael birti skjáskot af skilaboðunum í Instagram Story.

„Ég fylgi henni ekki lengur en ég held í alvöru að hún gefur ekki Violet nóg að borða,“ skrifaði hún.

She shared the negative message on Instagram.
Skjáskot af skilaboðunum.

„Ég fékk þessi skilaboð elskuleg. Violet borðar nóg.“

Rachael deildi einnig jákvæðum skilaboðum sem henni barst eftir að hafa deilt mynd af nestisboxinu.

„Ég vinn í skóla. Ég vildi óska þess að nestisbox barnanna okkar myndu líta svona heilsusamlega og girnilega út.“

https://www.instagram.com/p/B69OscNgFH3/

Rachael ákvað að svara gagnrýninni frekar í færslu á Instagram.

„Sem móðir finnst mér það vera alfarið mín ábyrgð að tryggja að þau fái eins góða barnæsku og ég get boðið þeim. Og í því felst hvað ég kýs að gefa þeim að borða á hverjum degi. Ég hef misst tölu á því hversu oft ég hef lesið ummæli eða greinar um hversu „strangt“ mataræði barnanna minna er, eða hvernig ég er að „svipta“ þau af venjulegri barnæsku,“ skrifar Rachael.

„Ég þarf ekki að réttlæta ákvarðanir mínar sem móðir en þegar aðrar mæður byrja að senda mér skilaboð og spyrja mig hvernig þær geta svarað gagnrýni sem þær fá líka fyrir mataræði barna sinna, það er pirrandi,“ skrifar hún og heldur áfram.

„Ef móðir vill gefa barni sínu kirsuberjatómata í stað fyrir snakk þá má hún það. Það er ekki „svipting“ eða „ömurleg barnæska.“ Það er vegna þess að henni er annt um barnið og hugsanlega hefur hún lært af reynslunni. Allt sem barni er gefið, meira segja í móðurkviði, hefur áhrif á barnið […] Þannig af hverju ætti ég ekki að vilja að gefa dóttur minni þeytinga og senda hana í skólann með salat og sushi?“

https://www.instagram.com/p/B7-E_LYgNqE/

Rachael segir að dóttir hennar fái kökur og nammi af og til, eins og í barnaafmælum og þess háttar.

„En hún veit að það eru sérstök tilefni og hún veit af hverju við borðum eins og við borðum.“

Rachael segir mataræði þeirra samanstanda af grænmeti, hágæða próteini, flóknum kolvetnum og fitu.

Fjöldi mæðra hafa skrifað við færsluna og sagt vera í sama báti, að þær séu gagnrýndar fyrir að gefa börnunum sínum „of hollt“ að borða.

„Ég fæ að heyra það daglega frá vinum og fjölskyldu af hverju ég gef barninu mínu ekki sykur eða unnin matvæli á hverjum degi. Það er svo þreytandi að heyra að ég sé að takmarka ánægju barnsins míns þegar það eina sem ég er að reyna að gera er að næra barnið mitt á sem bestan hátt,“ segir ein móðir.

Hvað segja lesendur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum

Vilhjálmur Egilsson: Ásthildar Lóu málið var verra fyrir Sjálfstæðismenn en málþófið – sátu eftir í fjóshaugnum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Nanna vill að árið 2026 verði árið þar sem við jörðum þessa umræðu

Nanna vill að árið 2026 verði árið þar sem við jörðum þessa umræðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Ragnhildur með skilaboð til þeirra sem ganga löðursveitt út úr ræktinni – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur með skilaboð til þeirra sem ganga löðursveitt út úr ræktinni – Gerðu þetta í staðinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.