fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025

Það sem strippari þénaði á nýárskvöld: „Þetta voru verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 12:00

Cristina. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristina Villegas er strippari og heldur einnig úti vinsælli YouTube-rás. Hún gefur fylgjendum sínum innsýn í líf sitt sem strippari og í nýjasta myndbandinu leyfir hún áhorfendum að fylgja sér á nýársdag. Cristina vinnur nýárskvöld og gefur öðrum konum sem eru í sama bransa og hún ráð að vinna nýárskvöld, því venjulega eru fáir að vinna og mikið að gera. Þar af leiðandi mikið upp úr kvöldinu að hafa.

Í lok kvöldsins lýsir Cristina vaktinni og segir frá ógnvekjandi atviki.

„Ég er reglulega spurð hvort það komi mjög óþægilegir eða skrýtnir gaurar til mín í vinnunni og ég viti ekki hvað ég eigi að gera í þeim aðstæðum. Það friggin gerðist fyrir mig í dag.  Alveg í lok vaktarinnar, þegar það voru aðeins 20 mínútur í að staðnum yrði lokað, vildi viðskiptavinur fara í kampavínsherbergið með mér í klukkutíma. Það var ekki hægt en yfirmaður minn leyfði okkur að fara inn í 15 mínútur. Þetta voru bókstaflega verstu og lengstu 15 mínútur lífs míns. Mér leið eins og þetta væri klukkutími. Bara hvernig hann var að snerta mig og allt svoleiðis. Mér leið svo óþægilega. Mér fannst hann bókstaflega vera týpan til að drepa þig eða eitthvað. Ég veit það ekki, þetta var mjög ógnvekjandi tilfinning. Ég hata að vera í svona aðstæðum,“ segir Cristina og bætir við að það eru myndavélar inn í herbergjunum.

„Þú getur líka farið fram og látið einhvern vita. En ég er rosalega hljóðlát týpa í alvörunni, ég er frekar feimin og huglítil […] En ekkert slæmt gerðist en mér leið mjög illa.“

Cristina segist hafa talað við „mömmu“ strippstaðarins (e. house-mom) um þetta.

„Hún sagði að þetta væri ekki í lagi og mér ætti aldrei að líða eins og ég væri ekki örugg.“

Cristina endar myndbandið á því að telja seðlana sem hún fékk yfir kvöldið. „Ég þénaði 102 þúsund krónur fyrir fimm klukkutíma,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Lage rekinn í nótt og Mourinho er líklega að taka við

Lage rekinn í nótt og Mourinho er líklega að taka við
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 17 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 17 ára
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.