fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025

Hamingjusamari í þyngri líkama

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. júní 2020 12:00

Natalie er mun hamingjusamari í dag en áður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Natalie Martin er 23 ára og tveggja barna móðir. Þegar hún var sautján ára var hún með það á heilanum að vera grönn og vó um 47 kíló.

Hún viðurkennir að hún hafi á þeim tíma verið „verulega óhamingjusöm“. Hún segist hafa reynt allt til að viðhalda granna líkama sínum, þó svo að það þýddi að fórna andlegri og líkamlegri heilsu. Fabulous Digital greinir frá.

„Ég horfi á mynd af mér þar sem ég er svo grönn, og ég hafði ekki hugmynd um hversu óhamingjusöm ég var. Ég hélt ég hefði náð þessum „fullkomna líkama“ en ég hataði hvernig ég leit út. Ég var allt of létt. Hárið mitt var þurrt og ég borðaði ekki almennilega. Ég var vön að sækja innblástur frá grönnum fyrirsætum á Instagram,“ segir hún.

Natalie bætti á sig náttúrulega eftir að hún átti börn sín.

Eftir að hafa eignast börnin sín hefur hún þyngst í gegnum árin. „Ég þyngdist bara venjulega. Eignaðist dóttur mína og svo eftir að hafa átt mjög erfiða fæðingu með son minn þá byrjaði ég að borða til að líða betur. Áður en ég vissi voru fimm ár liðin og ég orðin 76 kíló. En ég áttaði mig á að ég var mun hamingjusamari,“ segir Natalie og bætir við að það sé ekki hægt að bera saman hamingju við töluna á vigtinni.

„Ég er kannski búin að bæta á mig, komin með slitför, ör og appelsínuhúð. En ég er ekki lengur þessi óhamingjusami unglingur sem ég var.“

Natalie deildi fyrst færslu á Instagram þar sem hún deildi „fyrir og eftir“-mynd. Hún fékk frábær viðbrögð og þökkuðu margir henni fyrir að ýta undir jákvæða líkamsímynd. Natalie segist vona að saga hennar geti hjálpað öðrum konum að vera öruggar í eigin skinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.