fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025

Hann er 21 árs og hún er 60 ára – „Hann er kannski áratugum yngri en hann er ekki óreyndur“

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 29. júní 2020 20:30

Mynd/skjáskot The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pam Shasteen og Jonathan Langevin er ástfangið par frá Tulsa í Oklahóma í Bandaríkjunum. Það sem er athyglisvert við samband þeirra er að það er 39 ára aldursmunur á þeim. Pam er 60 ára og Jonathan er 21 árs. The Sun segir frá.

Parið kynntist á stefnumótaforritinu Badoo í febrúar árið 2018.  Pam hefur alltaf verið fyrir yngri menn og Jonathan hefur alltaf verið fyrir eldri konur. Í fyrstu samskiptum parsins sagði Jonathan við Pam að hann væri í raun 19 ára þó að aldurinn á prófílnum hans segði að hann væri 21 árs.

Stressuð að vera of gömul fyrir hann

„Ég varð stressuð fyrir því að ég væri of gömul fyrir hann vegna þess að ég á tvær dætur sem eru 32 og 34 ára og ég er amma. Sem betur fer viðurkenndi Jonathan að hann hefur alltaf langað til að vera með eldri konu.“

Jonathan bjó á þessum tíma í Minnesota sem er í 1448 km fjarlægð frá Tulsa. Parið átti í samskiptum í gegnum netið fyrstu vikuna. Jonathan ákvað eftir viku tíma að ferðast til Tulsa til að hitta Pam. Hún sagði að hann væri myndarlegri í eigin persónu en á netinu. „Við hlupum á móti hvoru öðru og kysstumst innilega. Þetta var ást við fyrstu sýn.“

Lítið sofið fyrstu nóttina

Pam og Jonathan sváfu saman í fyrsta skiptið síðar um kvöldið. „Við stunduðum kynlíf og það var yndislegt. Það var lítið sofið þessa nótt. Hann er kannski áratugum yngri en hann er ekki óreyndur. Hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Jonathan var æðislegur. Ég fann að ég var að falla fyrir honum“ segir Pam.

Parið varði viku saman áður en Jonathan ætlaði aftur heim til sín. Pam viðurkenndi fyrir Jonathan að hún elskaði hann og grátbað hann um að vera lengur. Jonathan samþykkti það og flutti inn til Pam.

Barngóður

Pam var spennt að kynna nýja kærastann fyrir dætrum sínum og bauð þeim í heimsókn til að hitta 19 ára kærastann sinn. Dæturnar urðu hissa þegar þær sáu hversu ungur hann var. Þær sættu sig þó við hann þegar þær sáu hversu góður hann var með sex ára gömlu barnabarni Pam.

Foreldrar Jonathan, sem eru á sjötugs aldri, urðu ekki hissa þegar hann tilkynnti þeim um aldur nýju kærustunnar. „Jonathan hefur alltaf verið hrifinn af eldri konum“ segja þau og eru spennt að hitta tengdadótturina.

Missti gamlar vinkonur

Vinkonur Pam til þrjátíu ára tóku ekki nógu vel í unga kærastann. „Þær sögðu að hann væri að nota mig, að hann gæti verið barnabarn mitt og að ég ætti að sækja mér hjálpar“ sagði Pam. Eftir þetta ákvað Pam að slíta sambandi við vinkonur sínar vegna þess að hún vill ekki neikvæðni í líf sitt.

Eftir þriggja mánaða samband fór Jonathan á skeljarnar. Pam var yfir sig ánægð. „Ég vissi að þetta var að gerast hratt en ég var að verða 60 ára og lífið er til þess að lifa því. Ég hef beðið allt mitt líf eftir því að hitta sálufélagann minn og hann var beint fyrir framan mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

United mætt af krafti í kapphlaupið

United mætt af krafti í kapphlaupið
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Dularfullt morð á virtum prófessor við MIT-háskóla

Dularfullt morð á virtum prófessor við MIT-háskóla
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Uppátæki einstæðrar móður eftir harmleikinn á Bondi Beach vekur hneykslun

Uppátæki einstæðrar móður eftir harmleikinn á Bondi Beach vekur hneykslun
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.