fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Manstu eftir þessu goðsagnakennda augnabliki úr America’s Next Top Model?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 08:58

Tyra Banks og Tiffany Richardson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glöggir aðdáendur raunveruleikasjónvarps muna eftir goðsagnakennda augnablikinu þegar Tyra Banks öskraði: „Ég hélt með þér! Við héldum öll með þér!“

Þetta var í fjórðu þáttaröð America‘s Next Top Model og varð þáttastjórnandinn, Tyra Banks, svona vonsvikin út í fyrirsætuna Tiffany Richardson. Það eru komin fimmtán ár síðan þetta augnablik var skráð á spjöld sögunnar. E! News greinir frá.

Þú manst kannski eftir augnablikinu, en manstu eftir aðdragandanum?

Er nokkrar vikur voru liðnar af keppninni virtist Tiffany tapa metnaðinum. Það varð frekar augljóst í þættinum „The Girl Who Pushes Tyra Over the Edge“. Í þeim þætti voru tvær stúlkur sendar heim, Tiffany og Rebecca Epley. Áður en þær yfirgáfu dómaraherbergið sagðist Tyra vera mjög vonsvikin út í Tiffany, að hún sýndi engin tilfinningaleg viðbrögð við brottrekstrinum. Það leiddi til þess að Tyra Banks fór með þessar frægu línu:

„Hafðu hljóð Tiffany. Hafðu hljóð! Hvað er að þér? HÆTTU ÞESSU. Ég hef aldrei á minni ævi öskrað svona á stelpu. Þegar mamma mín öskrar svona er það vegna þess að hún elskar mig. Ég hélt með þér, við héldum öll með þér! Hvernig dirfistu,“

öskraði Tyra Banks og hélt áfram:

„Lærðu eitthvað af þessu! Þegar þú ferð að sofa á kvöldin þá skaltu taka ábyrgð á þér sjálfri. Því enginn mun taka ábyrgð á þér […] Þú hefur ekki hugmynd um hvaðan ég kem. Þú hefur ekki hugmynd um það sem ég hef gengið í gegnum. Þú þroskast og lærir. Taktu ábyrgð á sjálfri þér!“

Viðurkennir mistökin

Tyra Banks viðurkenndi árið 2017 í viðtali við Buzzfeed News að hún hefði átt að takast á við málið með öðrum hætti.

„Ég hefði ekki gert þetta. Eða ég hefði ekki sett þáttinn í loftið. Þetta var svo tilfinningalegur þáttur fyrir mig. Ég elskaði hana svo mikið,“ sagði Tyra.

Tiffany opnaði sig um augnablikið fræga og upplifun sína í þáttunum í viðtali við Buzzfeed árið 2016.

„Hún er mennsk,“ sagði hún um Tyru Banks „Ég hélt að Tyra væri fokking Guð. En að sjá hana og sjá hana bara vera, það er allt öðruvísi. Þetta var bara skrýtið.“

Hún sagði að það hafi verið mjög erfitt að vera gagnrýnd í þáttunum.

„Í hvert skipti sem ég gerði eitthvað rangt þá slokknaði smá á mér. Ég var komin með nóg í lokin. Mér fannst við bara vera þarna til að vera niðurlægðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Danskur kantmaður í raðir Víkings

Danskur kantmaður í raðir Víkings
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.