fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025

Hrædd um að vinkonan komist að leyndarmálinu: „Ég vil játa allt“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona leitar ráða til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Hún stundaði kynlíf með kærasta bestu vinkonu sinnar á gamlárskvöld og er nú hrædd um að vinkonan komist að því.

„Mér líður ömurlega yfir þessu og ég er hrædd um að hún komist að þessu því ég skildi trefillinn minn eftir í herberginu hans,“ segir konan.

„Stór hópur af fólki fór í bæinn á gamlárs en vinkona mín komst ekki því hún var með flensu. Við erum báðar 22 ára og kærasti hennar, sem kom með okkur í bæinn, er 24 ára. Hann er frábær náungi og ég er mjög öfundsjúk út í samband þeirra.“

Hún segir að henni og kærasta vinkonu sinnar komi vel saman, svo það þótti mjög eðlilegt fyrir þau að eyða mestmegnis af gamlárskvöldi saman.

„Á miðnætti snerum við okkur að hvort öðru fyrir koss. Þetta hefði átt að vera lítill vinalegur koss en við vorum bæði búin að drekka mjög mikið og þetta endaði í ástríðufullum sleik,“ segir konan.

„Um leið og við byrjuðum gátum við ekki hætt. Hann sagði: „Þú verður að koma heim með mér. Þú getur ekki skilið mig svona eftir.“ Við áttum mjög ástríðufullt kvöld saman en okkur leið ömurlega þegar við vöknuðum næsta dag. Við vorum sammála um að þetta væru mistök og við ættum aldrei að segja vinkonu minni frá þessu. Ég klæddi mig og fór. Þetta ætti að vera sagan öll, þó svo að ég sé með mjög mikið samviskubit. En ég var bara að átta mig á því að ég gleymdi treflinum mínum í herberginu hans. Hvað á ég að gera?

Hann býr með nokkrum vinum sínum þannig ég get ekki bara mætt heim til hans og náð í trefillinn. Ég er ekki með símanúmerið hans og ég veit að vinkona mín er með fullan aðgang að samfélagsmiðlunum hans þannig ég get ekki sent á hann skilaboð.“

Konan segist vita að vinkonan sé enn lasin og hefur því ekki farið hem til hans.

„Ég vil játa allt áður en hún sér trefillinn. Hún mun vita að þetta sé minn trefill því mamma mín keypti hann fyrir mig í Indlandi og hún elskar hann. Ég get ekki fyrirgefið mér sjálfri og hún myndi ekki gera það heldur.“

Mistökin gerast

„Þetta var skelfilegur hlutur að gera, en hvað ætli margir hafi byrjað nýja árið á mistökum. Ef þú blandar saman manneskjum með mikið af áfengi þá gerast oft mistökin,“ segir Deidre.

„Ef kærasti vinkonu þinnar hefur tekið eftir treflinum þá er hann örugglega búinn að henda honum. Leiðinlegt fyrir þig – og mömmu þína – en þú verður bara segjast hafa týnt honum. Er einhver möguleiki að þú getur náð honum – í vinnunni kannski – til að vara hann við ef hann hefur ekki tekið eftir treflinum? Ég sé enga kosti í því að játa ef það er möguleiki að vinkona þín mun ekki frétta þetta. Það mun gera hana svo óhamingjusama og það sem virkilega skiptir máli er að þú lærir af þessu. Í framtíðinni, ekki drekka svo mikið að þú endar með slæma samvisku.“

Hvað segja lesendur, hvað á konan að gera?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“

Rifjar upp viðtal við Heimi í ljósi síðustu daga – „Dónaskapurinn og yfirgangurinn“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu

Segir að aðili úr sprengjusveit Chelsea hafi bara fengið að mæta á eina æfingu
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
Fréttir
Í gær

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.