fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |
Bleikt

Hún fór í trekant og fjórkant sama kvöldið: „Þetta var ekki eins og í einhverri klámmynd“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 4. september 2019 21:30

Sif og Embla, þáttastjórnendur hlaðvarpsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona er gestur Sifjar og Emblu í hlaðvarpsþættinum Klikkaðar Kynlífssögur. Þar segir hún frá sinni eigin klikkuðu kynlífssögu, þegar hún fór í óvæntan fjórkant með þremur bestu vinum.

Konan hafði samband við DV og óskaði nafnleyndar í greininni.

Konan var í útlöndum með vinkonu sinni. Eitt kvöldið voru þær að drekka og ætluðu að taka lestina í bæinn.

„Við kynnumst einhverjum fjórum strákum á lestastöðinni,“ segir hún. Strákarnir voru frá Austurríki og segir hún að strákar erlendis séu mun ágengari heldur en þeir íslensku og að þeir séu „ekki að passa sig jafn mikið og íslenskir strákar.“

„Þeir komu upp að okkur að spjalla og við enduðum í hörkudjammi með þeim,“ segir hún og bætir við að þeir voru mjög myndarlegir.

„Svo dettur maður í einn skemmtistaðasleik þarna við einn. Það er mjög fyndið ég á alla atburðarásina á Snapchat. Þetta er vel skrásett,“ segir hún.

Hún segir þó að það hafi ekki verið neitt „svæsið“ á Snapchat, fyrir utan að bolurinn hennar hafi kannski verið „aðeins of fleginn.“

„Við vorum á leiðinni heim og einn átti heima þarna og átti íbúð og svona. Hinir voru í heimsókn hjá honum,“ segir hún.

Hún hafði verið að kyssa ein þeirra fyrr um kvöldið en á leiðinni heim nálgaðist sá sem átti íbúðina hana og kysstust þau á baðherbergi skemmtistaðar sem var að loka.

Konan lýsir íbúðinni sem var mjög lítil með rúmi út í horni og tjaldi fyrir það.  „Svo var svefnsófi á miðju gólfinu og stórar svalir með sófa og svona næs,“ segir hún.

„Vinkona mín var bara með einum af þessum gaurum, þannig það voru alveg þrír eftir,“ segir hún og segir þau tvö hafa verið í rúminu á bakvið tjaldið.

Hún fer þá út á svalir og fylgir strákurinn sem átti íbúðina eftir henni. „Áður en ég veit af erum við úti á svölum í einhverju „action-i“. Það var farið úr buxunum, aðeins, voða rómó svona seríur á svölunum og sófi og eitthvað. Mjög heitt úti, allt dimmt“ segir konan.

„Síðan erum við bara eitthvað já getting it on.“ Aðspurð hvar hinir tveir strákarnir eru svarar hún:

„Svo kemur einn þeirra og bara horfir eitthvað á okkur og labbar til okkar og kemur bara einhvern veginn inn í,“ segir konan og segir þetta hafa verið strákinn sem hún hafi verið að kyssa fyrr um kvöldið.

Hún segir að það hafi verið blokk á móti svölunum og það hefðu margir getað séð þau.

„Hinn strákurinn, þessi þriðji, var langsætastur. Hann var læknir líka. Það er svona sexy,“ segir konan og bætir við að hann hafi verið ljóshærður sem henni þykir afar aðlaðandi.

„Svo var ég bara eitthvað jæja ókei ég er búin að prófa þetta núna. Núna er ég búin að prófa þetta og núna ætla ég að standa upp og ég segi strákar stopp. Stóð upp og girti upp um mig og labbaði inni og þar lá blonde bjútí á sófanum  […] Ég fór til hans og við förum í sleik og ég veit ekkert hvað hinir tveir eru að gera út á svölum […] En það  var svekkjandi, hann var með miklu minna typpi en hinir. Það var alveg týpískt. En allaveganna þá koma hinir allt í einu inn og koma einhvern veginn inn í […] Byrja að strjúka og eitthvað og ég ligg og er alveg er þetta að gerast, er þetta málið?  Jájá, maður vill alltaf hafa reynslu og hafa prófað þetta,“ segir hún.

„Þetta er örugglega steiktasta sem ég hef lent í. Ég veit ekki hvernig ég á að koma því í orð. Þetta var ekki eins og í einhverri klámmynd, í öll göt og eitthvað,“ segir konan. Hún segir að þetta hafi ekki heldur verið eins og „einhver fantasía“ og hún myndi örugglega ekki gera þetta aftur.

Hún lýsir fjórkantinum þannig að hún hafi legið á bakinu mestmegnis af tímanum og hann hafi verið „í meðallagi.“

„Það var gaman að prófa þetta,“ segir hún.

Aðspurð hvort þetta hafi verið gott svarar konan: „Þetta var ekki það besta.“

Hún segir þá hafa verið lækni, doktorsnema og lögreglumann.

„Eitt sem ég get ekki skilið er hvernig þeir geta horft framan í hvorn annan,“ segir hún og vísar í að þeir eru bestu vinir. „Eru þeir bara að stunda þetta?!“

Hlustaðu á hana segja Sif og Emblu frá fjórkantinum á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kennarasleikjan
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Áhorfendur orðlausir – Ritstjóri yfir heilsutímariti hvatti til fitusmánunar í beinni

Áhorfendur orðlausir – Ritstjóri yfir heilsutímariti hvatti til fitusmánunar í beinni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Liam Hemsworth komst að því á samfélagsmiðlum að hann og Miley Cyrus væru að skilja

Liam Hemsworth komst að því á samfélagsmiðlum að hann og Miley Cyrus væru að skilja
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur prófa nýja aðhaldsfatnaðinn frá Kim Kardashian – Sérðu einhvern mun?

Konur prófa nýja aðhaldsfatnaðinn frá Kim Kardashian – Sérðu einhvern mun?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Getur fingurlengd fólks gefið vísbendingar um hversu líklegt það sé til að halda framhjá maka sínum?

Getur fingurlengd fólks gefið vísbendingar um hversu líklegt það sé til að halda framhjá maka sínum?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt
Bleikt
Fyrir 1 viku

Margrét Edda steig nokkrum sinnum á dag á vigtina: „Í dag er ég þyngri en mikið hamingjusamari“

Margrét Edda steig nokkrum sinnum á dag á vigtina: „Í dag er ég þyngri en mikið hamingjusamari“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.