fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Bleikt

Þau dreymdi um að geta kysst hvort annað á brúðkaupsdaginn – Sjáðu magnaðan árangur þeirra

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 17. september 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Sarah og Justin vildu geta gert aðeins eitt fyrir brúðkaup sitt, að kyssa hvort annað við altarið. En þessi áður auðvelda athöfn var farin að reynast þeim mjög erfið vegna þyngdar þeirra.

Parið kemur fram í áströlsku þáttunum This Time Next Year. Fyrir ári síðan komu þau fyrst fram í þáttunum og sögðust ætla að taka mataræðið í gegn og byrja að hreyfa sig í þeirri von að þau gætu smellt kossi á hvort annað. Þá var Justin 135 kg og Sarah var 123 kg. Þau vildi missa samtals 110 kg.

„Af hverju getið þið ekki kyssts?“ Spurði þáttastjórnandinn Karl Stefanovic.

„Við skulum sýna þér það Karl,“ svaraði Justin og svo sýndi parið erfiðleika sína við að kyssa hvort annað.

Justin sagði að þau hefðu bætt á sig þó nokkrum aukakílóum eftir að hafa borðað McDonalds reglulega og drukkið „nokkra lítra af Coke“ á hverjum degi.

En þau vildu ekki aðeins missa 110 kg til að kyssast á brúðkaupsdaginn, heldur einnig svo þau gætu verið lengur til staðar fyrir börnin sín.

„Pabbi minn dó úr hjartaáfalli fyrir nokkrum árum, svo ef það er í framtíðinni þá er það ekki sanngjarnt fyrir börnin okkar,“ sagði Sarah.

Hún sagði líka frá ýmsum heilsukvillum sem þau væru að glíma við.

Ári seinna kom parið aftur fram í This Time Next Year og er ótrúlegur munur á þeim.

Hjónin fengu ósk sína uppfyllta þegar þau kysstust við altarið umkringd fjölskyldu og vinum.

„Þetta var magnaður dagur. Ég fékk að giftast konu drauma minna og fékk að gera það með börnunum mínum,“ sagði Justin.

Á einu ári tókst parinu að missa samtals 67 kg. Justin er 102 kg í dag og Sarah er 89 kg.

„Fyrir mig þá var það að borða betur, sleppa snarli og drekka sykurlaust gos,“ sagði Justin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sia hélt Maddie Ziegler frá því að fara um borð í flugvél með Harvey Weinstein

Sia hélt Maddie Ziegler frá því að fara um borð í flugvél með Harvey Weinstein
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan sem gat aldrei verið eins – óteljandi andlit Khloe Kardashian

Konan sem gat aldrei verið eins – óteljandi andlit Khloe Kardashian
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáið tvífara Hollywoodstjarnanna – Líkindin eru ótrúleg

Sjáið tvífara Hollywoodstjarnanna – Líkindin eru ótrúleg
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hann er 21 árs og hún er 60 ára – „Hann er kannski áratugum yngri en hann er ekki óreyndur“

Hann er 21 árs og hún er 60 ára – „Hann er kannski áratugum yngri en hann er ekki óreyndur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ótrúlegar myndir sem sýna hvað heimurinn er fáránlegur

Ótrúlegar myndir sem sýna hvað heimurinn er fáránlegur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.