fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025

Samfélagsmiðlastjarna sýnir raunveruleikann á bakvið myndir á Instagram

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram fyrirsætan Imre Cecen birtir mjög reglulega myndir af sér og oft er hún á sundfötum eða í líkamsræktarfötum. Aðdáendur hennar skrifa oft athugasemdir á við „GOALS“ (markmið) og því vildi Imre benda þeim á að það sem þú sérð á Instagram er ekki allur raunveruleikinn. Á Instagraminu hennar sést að reglulega birtir hún samanburðarmyndir sem áminningu um að stelpur eigi ekki að bera sig saman við það sem þær sjá á Instagram.

Það er gríðarlega algengt að sjá myndir af „pylsufótleggjum“ svokölluðum, þar sem stúlkur mynda fótleggi sína við sundlaug eða á ströndinni og fótleggirnir virðast langir og grannir eins og pylsur. Imre vildi benda á að þessar myndir eru teknar frá ákveðnu sjónarhorni í ákveðinni stellingu og að stúlkur sem sýna þessar myndir séu líka með læri sem fletjist út þegar þær sitja eða liggja á flötu undirlagi.

https://www.instagram.com/p/BU6SIr4gQ1P/

Stelpur eru duglegar að spyrja Imre hvernig hún nái maganum svona sléttum og losni við fellingar á maganum en eins og hún benti á eru flestir með fellingar á maganum þegar þeir sitja, en fæstir sýni þær myndir á Instagram. Þar séu myndirnar uppstilltar og úthugsaðar. Imre sagði stúlkum að ef að myndin af magavöðvunum hennar væri þeirra „markmið“ þá ætti hin að vera það líka.

https://www.instagram.com/p/BUENM_tgQsN/

Eins og Imre bendir á er lýsingin á Instagram myndum alltaf vandlega stillt og í þokkabót eru oft notaðir filterar og forrit til þess að breyta þeim fyrir birtingu. Myndirnar hér fyrir neðan eru teknar með mjög stuttu millibili, það eina sem breytist er lýsingin.

https://www.instagram.com/p/BR0KIZEAD8d/

Það er mikilvægt að hafa þetta í huga þegar maður rennir í gegnum Instagram myndir. Þær eru oft blekkjandi og langt frá því að sýna raunveruleikann. Það gerir engum gott að bera sig saman við aðra, sérstaklega á þetta við það sem þú sérð á Instagram.

https://www.instagram.com/p/BdPejlvBv-j/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

„Maðurinn minn kallar nafn fyrrverandi í svefni“

„Maðurinn minn kallar nafn fyrrverandi í svefni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal

Þarf að spila með grímu gegn Arsenal
Fréttir
Í gær

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fókus
Í gær

Spegill Þjóðar: Ógleymanleg augnablik í hálfa öld – raddir fléttast saman

Spegill Þjóðar: Ógleymanleg augnablik í hálfa öld – raddir fléttast saman

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.