fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025

Þrjár ástæður fyrir því að unglingsstúlka bregst svona illa við þegar strákar hætta með henni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 27. desember 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Phil fékk til sín á dögunum hina fimmtán ára gömlu Elenu sem á erfitt með að höndla það þegar strákur hættir með henni.

Elana hefur átt tvo kærasta, einn þegar hún var fjórtán ára og annan þegar hún var fimmtán ára. Móðir hennar segir frá því í þættinum hvernig Elana lét kærasta sína fylgja mjög ströngum reglum, eins og þeir máttu ekki tala við aðrar stelpur og áttu að gefa henni lykilorðin að snjalltækjunum sínum.

Þegar fyrsti kærastinn hætti með henni brotnaði hún algjörlega niður og segir í þætti Dr. Phil að hún hafi ekki vitað hvernig hún ætti að höndla aðstæðurnar. Móðir hennar fór með hana á bráðamóttökuna og var hún í kjölfarið færð yfir á geðdeild þar sem hún var í mánuð.

Elana eignaðist annan kærasta ári seinna og setti honum sömu reglurnar og þeim fyrsta. Hann hætti með henni tveimur vikum fyrir þáttinn.

„Ég frétti að Elana þóttist vera ólétt og missa fóstrið til að halda stráknum í sambandinu,“ segir móðir hennar í þættinum.

Dr. Phil fer yfir þær þrjár ástæður fyrir því að hún bregst svona illa við.

Fyrsta ástæðan sem Dr. Phil nefnir er slæmt samband stúlkunnar við föður sinn. Önnur ástæðan er að hún er ennþá barn og er sett í aðstæður sem hún getur ekki höndlað. Dr. Phil segir að það sé undir móður hennar komið að stúlkan sé ekki sett í aðstæður sem hún getur ekki ráðið við.

„Hún er ennþá með bangsa á rúminu sínu og þú ert með hana í fullorðins sambandi að díla við fullorðins tilfinningar og fullorðins hegðun og fullorðins sársauka í fullorðins sambandsslitum, og hún hefur enga leið á að höndla það alveg eins og hún myndi ekki höndla það að lenda flugvél,“ segir Dr. Phil.

Hann nefnir síðan þriðju ástæðuna, og jafnframt sú mikilvægustu, að stúlkan hefur ekki verið dugleg að rækta samband sitt við sjálfa sig.

Horfðu á innslagið úr þættinum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Eyddi gömlum myndum en segir það ekkert hafa með þyngdartapið að gera

Eyddi gömlum myndum en segir það ekkert hafa með þyngdartapið að gera
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Björg Magnúsdóttir: Engin tilviljun að Vigdís varð forseti

Björg Magnúsdóttir: Engin tilviljun að Vigdís varð forseti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vondar fréttir fyrir Liverpool

Vondar fréttir fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?