fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025

Þrjár ástæður fyrir því að unglingsstúlka bregst svona illa við þegar strákar hætta með henni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 27. desember 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Phil fékk til sín á dögunum hina fimmtán ára gömlu Elenu sem á erfitt með að höndla það þegar strákur hættir með henni.

Elana hefur átt tvo kærasta, einn þegar hún var fjórtán ára og annan þegar hún var fimmtán ára. Móðir hennar segir frá því í þættinum hvernig Elana lét kærasta sína fylgja mjög ströngum reglum, eins og þeir máttu ekki tala við aðrar stelpur og áttu að gefa henni lykilorðin að snjalltækjunum sínum.

Þegar fyrsti kærastinn hætti með henni brotnaði hún algjörlega niður og segir í þætti Dr. Phil að hún hafi ekki vitað hvernig hún ætti að höndla aðstæðurnar. Móðir hennar fór með hana á bráðamóttökuna og var hún í kjölfarið færð yfir á geðdeild þar sem hún var í mánuð.

Elana eignaðist annan kærasta ári seinna og setti honum sömu reglurnar og þeim fyrsta. Hann hætti með henni tveimur vikum fyrir þáttinn.

„Ég frétti að Elana þóttist vera ólétt og missa fóstrið til að halda stráknum í sambandinu,“ segir móðir hennar í þættinum.

Dr. Phil fer yfir þær þrjár ástæður fyrir því að hún bregst svona illa við.

Fyrsta ástæðan sem Dr. Phil nefnir er slæmt samband stúlkunnar við föður sinn. Önnur ástæðan er að hún er ennþá barn og er sett í aðstæður sem hún getur ekki höndlað. Dr. Phil segir að það sé undir móður hennar komið að stúlkan sé ekki sett í aðstæður sem hún getur ekki ráðið við.

„Hún er ennþá með bangsa á rúminu sínu og þú ert með hana í fullorðins sambandi að díla við fullorðins tilfinningar og fullorðins hegðun og fullorðins sársauka í fullorðins sambandsslitum, og hún hefur enga leið á að höndla það alveg eins og hún myndi ekki höndla það að lenda flugvél,“ segir Dr. Phil.

Hann nefnir síðan þriðju ástæðuna, og jafnframt sú mikilvægustu, að stúlkan hefur ekki verið dugleg að rækta samband sitt við sjálfa sig.

Horfðu á innslagið úr þættinum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City

Styttist í ‘Here we go’ hjá Manchester City
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Innkalla rakettupaka

Innkalla rakettupaka
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Morðingjanum tókst að fá samfangana á móti sér með hroka og leiðindum

Morðingjanum tókst að fá samfangana á móti sér með hroka og leiðindum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
Fréttir
Í gær

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“

Tæta í sig umfjöllun Morgunblaðsins og benda á „raunverulegu“ fréttina – „Það er til lygi, haugalygi og Moggalygi“
Fréttir
Í gær

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“

Innbrotsþjófar létu greipar sópa á Seltjarnarnesi – „Sárast að missa skartgripi og fleira sem hefur mikið tilfinningalegt gildi“