fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025

Konur sem fela sig á bak við grímu af farða og „hylja það sem gerir þær einstakar“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn Sophie Harris-Taylor opnar á næstunni ljósmyndasýninguna Epidermis í galleríinu Francesca Maffeo í London. Á sýningunni eru tuttugu myndir af ómáluðum konum sem eiga það allar sameiginlegt að glíma við húðvandamál. Með sýningunni vill Sophie opna umræðuna um hvaða andlegu áhrif slæm húð hefur á fólk.

Samkvæmt breskum rannsóknum hafa bólur áhrif á daglegt líf hjá 95 prósent þeirra sem glíma við erfið húðvandamál, en þessi vandamál geta til að mynda haft mikil áhrif á sjálfstraust og sjálfsmat.

Sophie var sjálf með bólur á unglingsárunum.

„Ég var mjög vör um mig og mig langaði í „eðlilega“ húð. Það sem er eðlilegt er skilgreint í gegnum myndirnar sem við sjáum allt í kringum okkur. Við eigum að trúa því að konur eigi að vera með gallalausa húð, en það er ekki svo,“ segir Sophie í samtali við Metro. Hún segir það eflaust koma mörgum á óvart hve margar konur glími við bólur, exem eða rósroða.

„Flestar af þessum konum finna fyrir þrýstingi að fela sig á bak við grímu af farða og hylja það sem gerir þær einstakar. Á sýningunni afhjúpa þessar fallegu konur húð sína með stolti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
EyjanFastir pennar
Fyrir 19 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.