fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Opnar sig um fósturmissi: „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 10:30

Shay Mitchell. Skjáskot/YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shay Mitchell opnar sig um fósturmissi í nýju YouTube myndbandi.

Pretty Little Liars leikkonan er komin sex mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Hún heldur úti mjög vinsælli YouTube rás og deildi myndbandi frá trylltustu kynjaopinberun sem við höfum séð.

Í byrjun árs 2019 deildi hún með fylgjendum sínum að hún hafði misst fóstur. Í skilaboðum til fylgjenda sinna skrifaði hún:

„Stuðningurinn og ástin sem svo mörg ykkar sýna mér hjálpar mér á mínum erfiðustu dögum, einn þeirra var dagurinn sem ég missti fóstur og missti barn drauma minna.“

Sex mánuðum seinna, í lok júní 2019, tilkynnti Shay að hún væri ólétt. Nú opnar hún sig um meðgönguna og einnig fósturmissinn, í nýrri YouTube-seríu, „Almost Ready“.

Fyrsti þátturinn er kominn á YouTube og heitir „Að halda leyndarmáli.“ Í þættinum talar Shay um samband sitt með Matte Babel.

„Við byrjuðum saman í rólegheitum fyrir þremur árum. Við erum bestu vinir núna,“ segir Shay.

Eins og fyrr segir er Shay komin sex mánuði á leið með sitt fyrsta barn og tilkynnti það fyrir stuttu. Hún segir hver ástæðan var á bakvið biðina.

„Ég ákvað að bíða með að tilkynna vegna þess sem hafði gerst áður. Það gekk ekki eins og ég vonaðist eftir, og það var rosalega erfitt,“ segir Shay.

„Fyrsta sinn sem ég var ólétt var í fyrra. Við Matt plönuðum það ekki, það bara gerðist og við vorum virkilega spennt. Ég var komin um 14 vikur á leið og á þeim tíma þá hafði ég ekki hugmynd um tölfræðina á bakvið fósturmissi. Þegar það gerðist þá kom það mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Shay og brotnar niður.

Hún segist enn eiga sónarmyndirnar af fóstrinu og myndefni frá læknisheimsóknum.

„Þetta er skrýtið því ég hef ekki skoðað þær, augljóslega. En það er ekki eins og ég hef gleymt að þetta gerðist, auðvitað er ég ótrúlega hamingjusöm núna en ég syrgi enn það sem ég missti.“

Horfðu á þátt Shay hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla