Fimmtudagur 20.febrúar 2020
Bleikt

Justin Bieber og Hailey stunduðu ekki kynlíf fyrir brúðkaup: „Ég vildi helga sjálfan mig Guði aftur“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 15:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn og Íslandsvinurinn Justin Bieber hefur viðurkennt að hann og eiginkona hans Hailey Baldvin hafi ekki stundað kynlíf saman áður en þau giftu sig.

Parið var saman í tólf vikur áður en þau fóru með heit sín fyrir framan Guði og mönnum en þau trúlofuðu sig þann 7. júlí á síðasta ári. Í viðtali í nýjasta tímariti Vogue segist Bieber ekki hafa stundað kynlíf í heilt ár áður en hann og Hailey byrjuðu saman þar sem hann átti við kynlífsvandamál að stríða. Segir hann að vegna trúarlegra ástæðna hafi hann tekið þessa ákvörðun.

„Guð er ekki að biðja okkur um að sleppa kynlífi vegna þess að hann vill reglur og þannig. Hann er að reyna að verja okkur fyrir sársauka. Ég held að kynlíf geti ollið miklum sársauka. Stundum stundar fólk kynlíf af því að þeim líður ekki nógu vel. Þeim skortir sjálfsvirðingu. Konur gera það og karlmenn gera það. Ég vildi helga sjálfan mig Guði aftur á þennan hátt af því að mér fannst það betra fyrir sál mína. Ég trúi því að Guð hafi blessað mig með Hailey í staðinn. Það eru kostir. Þú færð borgað fyrir góða hegðun,“ segir Bieber í viðtalinu.

Viðurkennir Bieber þó að hluti af ástæðu þess að þau hafi gift sig svo snemma í sambandinu sé vegna þess að þeim hafi langað til þess að stunda kynlíf saman en að það sé ekki eina ástæðan.

„Þegar ég sá hana síðasta júní þá hafði ég gleymt því hvað ég elska hana mikið og hvað ég saknaði hennar mikið og hversu góð áhrif hún hafði á líf mitt. Og ég hugsaði vá þetta er það sem ég hef verið að leita að.“

Bieber segir að trúarskoðanir hans geti ruglað fólk þar sem hann trúi ekki alveg eins og allir aðrir.

„Ég myndi ekki kalla sjálfan mig trúaðan, það ruglast sumt fólk af því að ég fer í kirkju. Ég trúi sögunni af Jesú – það er einföldunin á því sem ég trúi. En ég trúi ekki á alla elítuna og gervimennskuna í kringum þetta.“

Parið viðurkennir einnig í viðtalinu að sambandið þeirra sé ekki alltaf auðvelt og að þau séu enn þá að vinna í gegnum erfiða hluti sem þau gengu í gegnum áður fyrr. Hailey segir:

„Neikvæðir hlutir gerðust sem við erum enn þá að tala um og vinna okkur í gegnum. Það var tímabil í sambandinu þar sem að ef ég gekk inn í herbergi þá gekk hann út.“

Greinir Bieber einnig frá því tímabili sem hann gekk í gegnum sem fór hvað verst með andlega heilsu hans.

„Ég áttaði mig á því að ég var að gera hluti sem ég skammaðist mín svo mikið fyrir. Var ótrúlega hrokafullur og fleira. Ég held að ég hafi notað Xanax af því að ég skammaðist mín svo mikið.“

Þegar hlutirnir voru hvað verstir þurftu öryggisverðir Bieber að koma inn í herbergi hans reglulega á nóttunni til þess að athuga hvort púlsinn á honum sló enn.

Í viðtalinu má sjá að parið er á góðum stað í dag og er að vinna í framtíðinni saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: „Það leynist lítill uppreisnarseggur í þér þessa dagana“

Stjörnuspá vikunnar: „Það leynist lítill uppreisnarseggur í þér þessa dagana“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lesið í tarot Loga: Gullslegin velgengni

Lesið í tarot Loga: Gullslegin velgengni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Klámstjörnur fara í drykkjuleik: „Hversu mörgum hefurðu sofið hjá?“

Klámstjörnur fara í drykkjuleik: „Hversu mörgum hefurðu sofið hjá?“
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Elísabet veit ekki í hvaða stjörnumerki hún er: „Þetta hefur valdið mér hugarangri í mörg ár“

Elísabet veit ekki í hvaða stjörnumerki hún er: „Þetta hefur valdið mér hugarangri í mörg ár“
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Shannen Doherty með fjórða stigs krabbamein

Shannen Doherty með fjórða stigs krabbamein
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Nú steinhættir þú að nota eyrnapinna – Sjáðu myndbandið

Nú steinhættir þú að nota eyrnapinna – Sjáðu myndbandið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.