fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025

Lítt þekkt ættartengsl: Glæpasagnadrottningin og reðursafnskonungurinn

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 1. júlí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og leikskáldið Lilja Sigurðardóttir hlaut nýlega Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, fyrir Búrið, lokabókina í þríleik hennar um Sonju, einstæða móður sem stundar eiturlyfjasmygl, en bækurnar hafa fengið góðar viðtökur hér heima og vakið áhuga erlendra útgefenda og komið út erlendis. Sú fyrsta, Gildran, er tilnefnd til Gullna rýtingsins í flokki þýddra bóka (CWA International Dagger). Gullrýtingurinn er verðlaun Samtaka breskra glæpasagnahöfunda og eru talin eftirsóttustu alþjóðlegu glæpasagnaverðlaun heims.

Það eru kannski ekki allir sem vita að faðir Lilju er hinn stórskemmtilegi Sigurður Hjartarson, sem stofnaði Hið íslenska reðursafn árið 1997, þegar hann var kominn á eftirlaun. Þegar Sigurður  stofnaði safnið á sínum tíma olli það nokkru fjaðrafoki og þótti í meira lagi sérkennilegt. Safnið starfaði áður á Húsavík en er í dag starfrækt við Hlemm í Reykjavík og nýtur mikilla vinsælda á meðal ferðamanna.

Áður en hann stofnaði safnið starfaði Sigurður sem kennari og skólastjóri í 37 ár og kenndi þá aðallega sögu og spænsku í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar sem hann var vel metinn af nemendum sem samstarfsmönnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Æskuheimili fyrrverandi forseta Íslands til sölu

Æskuheimili fyrrverandi forseta Íslands til sölu
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.