fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 20. mars 2018 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri.

En þegar ég var yngri voru reglur þess efnis að konur þyrftu að vera ákveðið háar til þess að fá inngöngu í keppnina. Þar sem ég er aðeins 155 sentimetrar á hæð var ég alltaf langt undir meðalhæð og hélt ég fengi aldrei tækifæri til þess að taka þátt. Þegar ég var hins vegar orðin 18 ára þá féllu þessar reglur úr gildi og þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var,

segir Katrín í einlægri færslu sinni á Glam.is þar sem hún fjallar um þátttöku sína í keppninni ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland.

Öskraði og hoppaði af gleði

Árið 2015 sendi ég inn umsókn og fékk boð í viðtal, ég var hins vegar í Frakklandi þegar viðtölin áttu að fara fram en ég fékk að senda inn myndband af sjálfri mér þar sem ég kynnti mig og sagði þeim frá mér. Nokkrum dögum síðar fékk ég tölvupóst þess efnis að ég væri ein af þeim sem þau völdu og ég var svo glöð að ég öskraði og hoppaði um.

Katrín segir að henni finnist ótrúlegt hversu óundirbúin hún hafi verið loksins þegar hún tók þátt þar sem hún hafði fylgst með úf fjarlægð svo lengi.

Gönguæfing
Katrín tilbúin í síðkjólnum

Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í, sumar stelpurnar voru alltaf svo fínar en ég var alltaf bara í gallabuxum og bol, með ógreitt hárið.

Segir Katrín og hlær.

Eftir þátttöku Katrínar í ungfrú Ísland árið 2015 sótti hún um þátttöku í Miss Universe Iceland sem hún fékk einnig að taka þátt í árið eftir.

Förðun eftir Söru Linneth fyrir Adidas myndatöku

Það sem stóð upp úr ungfrú Ísland keppninni var allt það skemmtilega sem við gerðum saman. Við fórum á gönguæfingar sem var alltaf fjör ár, en þær hjálpuðu manni verulega að byggja upp sjálfstraustið. Svo fórum við á allskonar skemmtilega viðburði, skiptum okkur upp í hópa og styrktum góðgerðarmál og fleira.

Niðrandi athugasemdir komu á óvart

Katrín segir að það sem hafi komið henni hvað mest á óvart var hversu mikið af niðrandi hlutum voru sagðir um keppendurna á netinu.

Og þá sérstaklega á Twitter. Aldrei myndi ég persónulega tala illa um aðra manneskju þrátt fyrir að ég sé kannski ekki sammála því sem hún er að gera, en svona erum við misjöfn.

Katrín greinir frá því að þegar hún tók þátt í ungfrú Ísland hafi keppendunum aldrei verði skipað að fara í ræktina, né að gera einhverja aðra hluti sem þær vildu ekki gera.

Það var aldrei sagt við okkur að við yrðum að fara í ræktina, borða hollt eða vera með brúnkukrem. Við máttum ráða því algjörlega sjálfar, enda fór ég sjálf ekki mikið í ræktina fyrir þessa keppni.

Stóð uppi á sviði og kom ekki upp orði

Katrín segir að mikill munur sé á milli keppnanna tveggja sem hún tók þátt í og að Miss Universe Iceland hafi heillað hana meira.

Þar þurfum við að læra dansrútínu sem við dönsuðum svo á sviðinu og það var skemmtileg tilbreyting. Í MUI þarf líka að undirbúa sig fyrir spurningar sem eru lagðar fyrir mann á ensku ef maður kemst í topp tíu. Ég hef alltaf talið mig vera mjög góða í ensku en því miður út af stressi þá mundi ég mjög fá orð og stóð uppi á sviði fyrir framan alla og kom ekki einu orði út úr mér í góða stund, það var alls ekki uppáhalds augnablikið mitt í keppninni.

Katrín segir að reynsla hennar af báðum keppnunum sé virkilega góð.

Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfa mig en ég átti frábæra reynslu, þetta var ótrúlega skemmtilegt og hjálpaði mér mikið með sjálfstraustið. Ég er enn þá að vona að einn daginn fái mæður líka tækifæri á að vera með hér í keppnum á Íslandi. Að mínu mati er ekki mikilvægast að vinna í svona keppni heldur tækifærið til þess að öðlast nýja lífsreynslu. Mér finnst þessar keppnir ekki lengur snúast um það hver er í besta forminu heldur fjölbreytileika, sem mér finnst frábært.

 Hægt er að fylgjast með Katrínu á Instagram: katrinnjardvik

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.