fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Þúsundir íbúa á litlum eyjum: Magnaðar myndir af ótrúlegu þéttbýli

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2016 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Migingo – Í bakgrunni sést eyjan Migingo í Viktoríuvatni.

Auðn, friðsæld og fallegar strendur er eitthvað sem margir sjá fyrir sér þegar orðið eyja er nefnt. Málið er ekki alltaf svo einfalt eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Um allan heim eru eyjur sem eru svo þéttbyggðar að engu er líkara en maður sé staddur í miðri stórborg langt inni í landi. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar.

Malé, Maldíveyjum

Maldíveyjar eru eyríki í Indlandshafi og eru þær samtals 26 talsins. Eyjan Malé er ein þeirra en í henni stendur samnefnd borg sem jafnframt er höfuðborg Maldíveyja. Þrátt fyrir að vera aðeins 5,8 ferkílómetrar að stærð eru íbúar eyjunnar 153 þúsund talsins. Þess má til samanburðar geta að Reykjavík er 273 ferkílómetrar og Seltjarnarnes er 2 ferkílómetrar.

Feneyjar, Ítalíu

Feneyjar þekkja eflaust flestir en nafnið tekur til fjölda eyja í Feneyjalóninu og eru Feneyjar höfuðborg Venetó-héraðs. Eyjarnar eru 117 talsins og þar er byggð mjög þétt. Íbúar eru samtals 270 þúsund talsins og byggð er hvað þéttust á Burano þar sem fjögur þúsund íbúar búa, en það jafngildir þrettán þúsund íbúum á hvern ferkílómetra.

Lubeck, Þýskalandi

Gamli bærinn í Lubeck í Þýskalandi, einnar sögufrægustu borgar Þýskalands við Eystrasaltsströnd Þýskalands, stendur á eyju. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir búa á hólminum en eins og myndin ber með sér er byggð í gamla bænum mjög þétt. Byggð í öðrum borgarhlutum umhverfis gamla bæinn er ekki ekki eins þétt.

Manhattan, Bandaríkjunum

Manhattan er hjarta New York-borgar og einn þéttbýlasti staður á jörðinni. Manhattan er minnsti en jafnframt langfjölmennasti borgarhlutinn, en hún er samtals tæpir 52 ferkílómetrar. Þar búa um 1,6 milljónir manna. Við minnum á að Reykjavík er 273 ferkílómetrar og langtum stærri en Manhattan.

Santa Cruz del Islote, Kólumbíu

Santa Cruz del Islote er ekki beint þekktasti staðurinn á jörðinni, enda eyjan ákaflega lítil. Það sem gerir hana sérstaka er hversu ótrúlega þétt byggð er á henni. Eyjan er 0,012 ferkílómetrar að stærð en þrátt fyrir það er fullyrt að um þúsund manns búi á henni. Eyjan er skammt frá borginni Cartagena – um tvær klukkustundir tekur að komast þangað með báti.

Ap Lei Chau, Hong Kong

Ap Lei Chau, eða Aberdeen-eyja, er skammt suður af Hong Kong-eyju. Eyjan er aðeins 1,3 ferkílómetrar að stærð en er næstþéttbýlasta eyja á jörðinni. Um 87 þúsund manns búa á eyjunni.

Migingo-eyja, Viktoríuvatni í Afríku

Viktoríuvatn er eitt stærsta vatn Afríku en á henni stendur eyjan Migingo. Enginn veit í raun hvaða landi Migingo tilheyrir, en bæði Kenía og Úganda hafa gert tilkall til hennar. Eyjan er agnarsmá en þrátt fyrir það heimili um 200 íbúa. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér er byggð afar þétt á henni og hver fermetri nýttur til fulls. Þess má til gamans geta að fyrsta húsið, eða kofinn, eftir því hvernig á það er litið, reis á eyjunni árið 2002 og síðan þá hefur þeim fjölgað ört. Ljóst má vera að eyjan sé orðin fullnýtt.

Ebeye-eyja, Marshalleyjum

Marshalleyjar í Vestur-Kyrrahafi eru býsna afskekktar en þeim tilheyrir Ebeye-eyja sem er einn þéttbýlasti staður jarðar. Eyjan er aðeins 0,36 ferkílómetrar en talið er að íbúar séu í kringum fimmtán þúsund talsins. Íbúum hefur fjölgað ört á undanförnum árum og þeim mun halda áfram að fjölga ef spár ganga eftir. Stærsta ástæða þess er sú að um helmingur íbúanna er undir 18 ára.

Birtist fyrst á DV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.