fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Eyjan
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 15:30

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eðlilegt að ríki hafi viðskiptahalla gagnvart sumum ríkjum og viðskiptaafgang gagnvart öðrum. Gott dæmi um viðskiptajöfnuð er launamaður sem er með viðskiptaafgang gagnvart launagreiðanda sínum en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu sem hann heimsækir daglega. Viðskiptin eru þó í báðum tilfellum hagfelld fyrir báða aðila. Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Markadurinn - Lilja Solveig Kro - 5
play-sharp-fill

Markadurinn - Lilja Solveig Kro - 5

„Það er einmitt það sem gleymist svolítið í umræðunni að þegar tvær þjóðir eiga viðskipti græða báðar þjóðirnar á viðskiptunum. Þessi hugmyndafræði Trump um að ráðast á þau lönd sem eru með viðskiptaafgang við Bandaríkin er afturför því að auðvitað er bara eðlilegt að maður sé með halla við sum lönd og viðskiptaafgang við önnur,“ segir Lilja Solveig.

Hún tekur nærtæka samlíkingu: Nú vinn ég hjá Arion banka. Ég er með viðskiptaafgang við Arion banka af því að þar fær ég launin mín. Svo er ég með viðskiptahalla við næsta kaffihús vegna þess að þar kaupi ég fleiri vörur af þeim en bæði þessi viðskipti gera mér gott og líka þeim. Það má ekki einfalda þetta svona um of …“

Það er einmitt, þegar þú tekur svona einfalt dæmi, þetta dregur mjög vel fram rökvilluna í því að ætla að stemma allt af þannig að það sé hvergi viðskiptahalli í viðskiptum við neinn.

Eins og þú nefnir er því spáð að þetta hafi neikvæð áhrif á heimshagkerfið og væntanlega mjög slæm áhrif á þau ríki sem fá þessa hæstu tolla á sig. Í heildarmyndinni er það mat greinenda að mestu og verstu áhrifin muni koma fram í Bandaríkjunum sjálfum.

„Já, það var nú talað um að þetta myndi hafa meiri áhrif á t.d. Kanada og Mexíkó, .þau lönd sem Trump fór nú fyrst að ráðast á …“

Já, það hefur reyndar verið talað um Norður-Ameríku og þó sérstaklega Bandaríkin því það má kannski segja sem svo að hann sé mildari en orðræða hans gaf til kynna gagnvart Mexíkó og Kanada en harðari gagnvart öðrum.

„Það sem hefur svona mikil áhrif gagnvart Mexíkó og Kanada er að Bandaríkin eru mjög stór viðskiptaaðili þeirra. Þau flytja mikið af vörum til Bandaríkjanna en hlutfallslega minna af vörum frá Bandaríkjunum til sín, sem er ástæðan fyrir því að Trump byrjaði að ráðast á þau. Þess vegna myndi þetta hafa hlutfallslega meiri áhrif þar. Nú virðist sem hann ætli ekki að ráðast jafn hart á þessar þjóðir þannig að áhrifin verða minni, en þessir tollar skekkja bara svo mikið myndina.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Hide picture