fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fréttir

Njáll Torfason er látinn – Þekktur fyrir ótrúlega hæfileika

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. apríl 2025 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aflraunamaðurinn Njáll Torfason, sem vakti gríðarlega athygli á sínum tíma, er látinn 75 ára að aldri. Njáll lést á Maspalomas á Kanaríeyjum þann 1. apríl síðastliðinn. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Njáll starfaði meðal annars við sjómennsku, heilari og nuddari auk þess að reka hótel og söluskála í Breiðdalsvík ásamt konu sinni.

Þekktastur var hann fyrir ýmsar aflraunir og segir í umfjöllun Morgunblaðsins að hann hafi slegið nokkur Íslandsmet. Hann keppti erlendis og kom fram á sýningum.

Njáll gat til dæmis dregið bíla og rútu með löngutöng, losað sig úr fjötrum og gengið berfættur á glóðum og glerbrotum. Þá gat hann fest á sig hluti með hugarorkunni. Í frétt Morgunblaðsins er einnig rifjað upp að hann reif í sundur tíu símaskrár á 16 sekúndum.

Þá er þess getið að hann hafi starfað í Sálarrannsóknarfélagi Íslands og tók að sér að reka óvætti úr húsum. Hann kallaði sig ekki miðil en sagðist þó vera skyggn.

DV fjallaði ítarlega um Njál í Tímavélinni árið 2020 en hægt er að lesa umfjöllunina hér að neðan.

 

Tímavélin: Íslendingurinn sem festi á sig hluti með hugarorkunni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Í gær

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Í gær

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“