fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 17:27

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfnin á Verði II, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, hefur staðið í ströngu síðan í nótt.

Klukkan tvö í nótt fór Vörður II með lóðs um borð til móts við flutningaskipið Grinna, en skipstjóri þess treysti sér ekki til að sigla skipinu inn án aðstoðar lóðs sökum veðurs. Verða lóðs um borð varð þó ekki til hjálpar, og lónaði skipið fyrir utan Patreksfjarðarhöfn en Vörður hélt í land og var lagstur að bryggju upp úr þrjú í nótt. Grinna komst svo að bryggju í morgun.

Rétt um hálfum sólarhring síðar var áhöfnin aftur kölluð út, núna vegna snurvoðarbáts í mynni Patreksfjarðar. Sá hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna og komst hvergi. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag var búið að koma taug á milli skipanna og stefnan sett inn til Patreksfjarðar þangað sem skipin voru væntanleg rétt upp úr klukkan fimm.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá drætti snurvoðarbátsins.

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu