fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný gossprunga opnaðist sunnan við varnargarðinn fyrir ofan Grindavík um klukkan 10:40. Benedikt Ófeigsson, sviðsstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, var í beinni útsendingu á Rás 2 þegar sprungan opnaðist.

Á vefmyndavélum sést að sprungan opnaðist aðeins sunnan við gróðurhús ORF sem er þegar ónýtt. Frá gróðurhúsinu að byggð eru 700 til 800 metrar.

Benedikt sagði í viðtalinu, áður en sprungan opnaðist, að það væri möguleiki eins og gerðist í janúar í fyrra að ný sprunga gæti opnast. „Þetta er minna í sniðum en við getum ekki útilokað það,“ sagði hann áður en sprungan opnaðist.

Benedikt sagði augljóst að gosið nú væri mun minna í sniðum en síðustu gos.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála á vefmyndavélinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“

Greiddi 18.159 kr. fyrir 2 klst. á bílastæði á Selfossi – „Ef rétt þá er þetta lögreglumál“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Í gær

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi

Stjórnarandstaðan slær Íslandsmet í málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“