fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Pressan
Mánudaginn 31. mars 2025 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem framdi skemmdarverk á Teslu-bifreið á bílastæði við Fort Worth-alþjóðaflugvöllinn í Dallas í Bandaríkjunum gæti verið í slæmum málum.

Bílar frá Teslu eru búnir öflugu myndavélakerfi og náðist andlit mannsins á mynd þegar hann gekk fram hjá bílnum, Teslu X, og dró bíllykil eftir hliðinni á honum. Talsverðar skemmdir urðu á lakkinu og leið ekki á löngu þar til andlit mannsins var orðið þekkt á netinu eftir að eigandinn birti mynd af honum.

Sonur Bandaríkjaforseta, Donald Trump Jr., deildi til dæmis myndinni á X og vakti færslan talsverða athygli.

Skemmdarvargurinn var handtekinn skömmu síðar og kom í ljós að hann heitir Rafael Hernandez og er 56 ára. Var hann ákærður fyrir skemmdarverk.

Nú hefur lögmaður eigandans lagt fram kröfu um bætur á hendur Rafael og vill hann að maðurinn verði dæmdur til að borga eina milljón dollara í bætur. Vill lögmaðurinn meina að með þessu sé verið að senda skilaboð um að skemmdarverk af þessu tagi verði ekki liðin. Bendir hann á að bíllinn hafi orðið fyrir tjóni og ekki síður tilfinningalíf eigandans.

„Fólk á rétt á því að kaupa hvaða bíl sem það viill kaupa, alveg sama hver á fyrirtækið, og fólk ætti að geta gert það án þess að verða fyrir aðkasti eða skemmdarverkum,“ segir lögmaðurinn, Mejed Nachawati.

Borið hefur á skemmdarverkum á Teslu-bifreiðum í eigu óbreyttra borgara að undanförnu. Eru rökin þau að Elon Musk er einna stærsti hluthafi fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði