fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Íslenskir og breskir skipstjórar hittust í fyrsta sinn síðan í þorskastríðunum – Notuðu kartöflur sem vopn

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 28. mars 2025 14:30

Helgi Kristjánsson (til vinstri) þakkaði Thompson (fyrir miðju) fyrir heimsóknina. Mynd/Hull Fishing Heritage Centre.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir og breskir togaraskipstjórar hittust í fyrsta skiptið síðan þeir öttu kappi í þorskastríðunum. Viðurkenndu þeir bresku að hafa notað kartöflur sem vopn.

Í breska ríkissjónvarpinu BBC er greint frá heimsókn íslenskra togaraskipstjóra til borgarinnar Hull á austurströnd Bretlands þar sem er safn um sjómennsku á staðnum. Flestir þeir bresku togarar sem veiddu á Íslandsmiðum á tímum þorskastríðanna komu frá Hull og Grimsby og rétt eins og á Ísland var þar mikið undir í átökunum.

„Við háðum þrjú þorskastríð við Ísland en þegar á hólminn er komið erum við enn þá samherjar,“ sagði Jerry Thompson, safnstjóri og fyrrverandi sjómaður, við tilefnið. Mikilvægt væri að halda minningunum, sögunni og vináttunni á lofti.

Hópurinn heimsótti Hull. Mynd/Hull Fishing Heritage Centre

Thompson var á togara sem hét CS Forestor. Hann sagði að sjómennirnir hefðu að mestu notað kartöflur sem vopn. Ekki gátu þeir kastað þorskinum í Íslendingana, hann var of verðmætur. Hins vegar gátu þeir ekki kastað öllum kartöflunum, því þá hefðu þeir ekki haft neitt til að borða í túrnum.

Einn Íslendinganna, Helgi Kristjánsson frá Akureyri, sagði að íslensku sjómennirnir hefðu mátt þola mikið en þeir hafi orðið að verja aflann sinn. Sagðist hann vera þakklátur fyrir heimsóknina á safnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna
Fréttir
Í gær

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada