fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Indverjar mótmæla stofnun nýrra kínverskra stjórnsýsluumdæma– Ná inn á indverskt yfirráðasvæði

Pressan
Fimmtudaginn 27. mars 2025 07:29

Indverskir hermenn nærri kínversku landamærunum. Mynd: EPA-EFE/STRINGER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indversk stjórnvöld eru allt annað en ánægð með nágranna sína í Kína vegna stofnunar tveggja nýrra stjórnsýsluumdæma og hafa mótmælt harðlega.

Nýju stjórnsýsluumdæmin eru í Hotan héraði í Xinjiang. Undir þessi umdæmi falla svæði sem tilheyra Ladakh, sem er svæði sem Indverjar telja sitt. The Independent skýrir frá þessu og segir að indversk stjórnvöld hafi komið mótmælum sínum á framfæri í gegnum stjórnarerindreka og standi fast á að þau fallist ekki á yfirráð Kína yfir svæðinu.

Kínverskir fjölmiðlar skýrðu fyrst frá þessum aðgerðum Kínverja seint í desember. Stjórnsýsluumdæmin heita He‘an og Hekang og eru í Hotan.  Svæðið gengur undir nafninu Khotan á Indlandi. Hluti þess nær yfir Aksai Chin en það er svæði sem Indverjar telja indverskt en það hefur verið á valdi Kínverja síðan 1962 en þá háðu þjóðirnar stríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa