fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Ellilífeyrisþegarnir skrúfuðu vel frá ofnunum – Þá mætti löggan

Pressan
Fimmtudaginn 27. mars 2025 04:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að ellilífeyrisþegunum Barry, sem er 80 ára, og Mavis, sem er 78 ára, hafi brugðið mjög að morgni 15. mars þegar þau voru að borða morgunmat. Skyndilega ruddist fjöldi lögreglumanna inn á heimili þeirra.

Ástæðan var að hitamyndavél í lögregluþyrlu hafði séð að húsið þeirra var mjög heitt og taldi lögreglan því að þar færi fram ræktun á kannabisi.

En lögreglumennirnir fundu engar kannabisplöntur eða hitalampa, sem eru notaðir við ræktun plantnanna, í húsinu. Þeir neyddust til að játa að ábendingin, sem þeim hafði borist, væri ekki á rökum reist.

Ástæðan fyrir hinu mikla hitaútstreymi frá húsinu var að hjónin höfðu skrúfað vel frá gasofnunum sínum til að halda húsinu heitu.

Mavis,sem hefur búið í húsinu síðan 1978, sagði í samtali við BBC að hún „skylfi enn“ eftir innrás lögreglunnar. „Þeir brutu hurðina niður. Þetta var hræðilegt. Þeir brutu hliðið fyrir aftan og fleira. Þetta var hræðilegt og ég sagði við þá: „Hvað í fjandanum haldið þið að þið séuð að gera?“, það eru tveir ellilífeyrisþegar hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa