fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Breskur ofurnjósnari er látinn – Flúði frá Rússlandi í farangursrými

Pressan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 09:30

Oleg Gordievsky var sæmdur heiðursorðu af Elísabetu II. Mynd: FIONA HANSON / POOL / AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski ofurnjósnarinn Oleg Gordievsky, sem var rússneskur að uppruna eins og nafnið bendir til, er látinn 86 ára að aldri. Hann var árum saman háttsettur innan sovésku leyniþjónustunnar KGB en um leið var hann á mála hjá bresku leyniþjónustunni MI6.

BBC skýrir frá þessu og segir að hann hafi látist á heimili sínu í Surrey og að ekki leiki grunur á að eitthvað óeðlilegt hafi valdið dauða hans. Samt sem áður munu réttarmeinafræðingar bresku hryðjuverkalögreglunnar sjá um krufningu á líki hans.

Gordievsky var talinn mikilvægasti njósnari Breta frá upphafi því hann dældi í þá upplýsingum beint frá toppi KGB á tímum kalda stríðsins.

KGB fór að gruna hann um græsku 1985 en hann náði rétt svo að komast úr landi með því að fela sig í farangursrými bifreiðar sem var ekið frá Rússlandi til Finnlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa