fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Tveir menn sakfelldir fyrir þjófnað á gullklósetti að verðmæti 820 milljóna króna

Pressan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 04:10

Gullklósettið verðmæta Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn, Michael Jones og Frederick Doe, voru í síðustu viku sakfelldir fyrir að hafa stolið gullklósetti úr Blenheim höllinni í Oxfordskíri á Englandi snemma að morgni 14. september 2019. Sir Winston Churchill fæddist í þessu húsi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Jones hafi komið tvisvar í húsið dagana fyrir þjófnaðinn en hafi fyrir dómi neitað að þarna hafi verið um „könnunarferðir“ að ræða.

Klósettið var metið á 4,75 milljónir punda en það svarar til um 820 milljóna króna. Klósettið virkaði eins og önnur klósett en ólíkt flestum öðrum klósettum þá var það úr 18 karata gulli og vóg 98 kíló. Þetta var listaverk sem nefndist „America“.

Doe var sakfelldur fyrir samsæri um að hafa hylmt yfir þjófnaðinn og að hafa tekið við þýfi.

Einn maður, Bora Guccuk, var sýknaður í málinu.

Doe hjálpaði James Sheen, sem er sagður vera heilinn á bak við þjófnaðinn, við að selja hluta af gullinu vikurnar eftir þjófnaðinn.

Sheen hefur játað þjófnaðinn sem og að hafa tekið þátt í samsæri um að flytja þýfið á milli staða.

Jones var „hægri hönd“ Sheen þegar kom að þjófnaðinum og sá um að kanna aðstæður í húsinu og taka myndir.

Dómur yfir Jones og Doe verður kveðinn upp um miðjan maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa