fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Faðir Musk kom syni sínum til varna út af meintum rasisma en þykir hafa gert illt verra – „Er öll fjölskyldan heimsk?“

Pressan
Föstudaginn 21. mars 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir auðkýfingsins Elon Musk reyndi að kveða niður sögusagnir um að sonur hans væri rasisti. Hann þykir þó hafa gert illt verra. Errol Musk segir börn sín ekkert hafa pælt í pólitík á meðan þau voru að alast upp í Suður-Afríku.

Errol sagði að Elon og bróðir hans hafi haft áhuga á mótorhjólum, tölvum, körfubolta og stelpum. „Þeir voru ekkert að spá í pólitísku bulli og við bjuggum í vel reknu réttarríki þar sem voru nánast engir glæpir, eiginlega bara alls engir glæpir. Við vorum með svarta þjóna sem voru vinir þeirra,“ sagði Errol í pósti sem hann sendi The Washington Post. Þar var hann að bregðast við fyrirspurn sem miðillinn sendi honum út af hatri Elon Musk gegn aðgerðum hins opinbera sem áttu að stuðla að fjölbreyttni, jafnrétti og inngildingu. Errol bætti við að bræðurnir hefðu átt nokkra svarta vini.

Þetta þótti blaðamönnum The Daily Beast ekki góð skýring enda vinsæl afsökun meintra rasista að halda því fram að þeir eigi vini af öðrum kynþætti og geti því þar með ekki gerst sekir um kynþáttafordóma.

Netverjar hafa líka gert grín að þessum rökstuðningi Errol og meðal annars bent á að Elon Musk ólst upp undir aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku þar sem hvítir voru við völd þrátt fyrir að vera minnihluti í landinu og gerðu hvað þeir gátu til að halda svörtum meirihlutanum í fátækt og frá völdum.

Einn veltir fyrir sér hvort öll Musk-fjölskyldan sé illa gefin: „Er öll fjölskyldan eins og hún leggur sig fokking heimsk?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa